Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 6

Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 6
4 ÚRVAL hvern karlmann, er það, hvort hann sé giftur eða ekki. Og hann skýrir þeim sannarlega frá því næstum tafarlaust á einn eða annan hátt. Ég minnist skemmtilegs hádegis- verðar, sem ég snæddi með konu einni, sem var kynnt fyrir mér í síma. Og síðan mæltum við okkur mót og snæddum saman hádegis- verð, og ætluðum við að ræða mjög þýðingarmikinn samning yfir borð- um. Nú vildi svo til, að við pöntuðum kjötrétt, sem var skreyttur með spínati. Við vorum niðursokkin í samtal okkar, þegar rétturinn kom. Ég tók eftir því að spínatið var framreitt á þann hátt, sem konunni minni líkar mjög illa við, og ann- ars hugar tók ég því allt spínatið af fatinu, líkt og venja mín var við slíkar aðstæður, og setti það á diskinn minn. Sumar kjötsneið- arnar á fatinu voru einmitt af þeirri tegund, sem konan mín heldur mikið upp á, og nú valdi ég þær vand- lega úr og setti þær á disk gestsins míns. Þegar hún skenkti kaffið, tók ég eftir því, að hún lét einn sykurmola í bollann sinn, en þrjá í minn bolla. Ég nota aldrei þrjá sykurmola út í bollann. Við héldum áfram samtali okkar, meðan á öllu þessu stóð. En þegar hún rétti mér bollann, þögn- uðum við skyndilega —■ og fórum að hlæja. „Þér eruð giftur, er það ekki?“ spurði hún. „Jú,“ svaraði ég, „og það eruð þér einnig,“ bætti ég við, um leið og ég veiddi blauta sykurmola upp úr bollanum. Fyrir nokkrum árum fór ég einn míns liðs í siglingu á skemmtiferða- skipi. Eftir fyrstu máltíðina um borð fór ég inn í reyksalinn. Ég tók eftir því, að nokkur börn voru að leika sér á þilfarinu fyrir utan. Og brátt birtist eitt þeirra í dyragætt- inni. Það var lítil, lagleg stúlka, um þriggja ára að aldri. Mennirnir þarna inni köstuðu strax á hana kveðju og kölluðu til hennar, en hún kom samt ekki inn. Hún stóð þarna bara í dyra- gættinni og vó og mat hvern fyrir sig. Ég kannaðist strax við svipinn á andliti hennar. Þessi telpa var komin þarna í einhverjum vissum erindagerðum og var að leita að manni, sem líklegur væri til þess að skilja vandamál hennar. Hún leit í augu mér, og samstundis steig hún inn fyrir þröskuldinn, gekk beint til mín, sneri síðan bakinu að mér og sýndi mér með bendingu, að bux- urnar hennar héngu rétt aðeins uppi um hana á einni tölu. Hún hafði enga þörf fyrir að vera neinn hugsanalesari til þess að sjá, að ég hafði annazt um börn og leyst úr vandræðum þeirra. Hún hlýtur að hafa séð það greinilega á því, hvernig ég horfði á hana. Ég leysti úr vanda hennar, og hún þaut síðan aftur út til leikfélag- anna og lét sig engu skipta hlátur hinna, sem staddir voru í reyksaln- um. Allir mennirnir þarna inni vissu samstundis, að ég var pabbi. Mér hefur verið sagt, að gift fólk ákveði stundum að látast vera ó- gift, þegar það er í skemmtisiglingu, þ. e. meðan á sjóferðinni stendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.