Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 24
22
ÚRVAI
stjórnmálaskoðunum, væri það full
fljótfærnislegt að nota það sem
ástæðu til að neita frábærum snilli-
gáfum þeirra beggja.
Wagner, sem var unglingur, þegar
byltingin varð 1848 og tók þátt í
henni, varð síðar vitni að því, hvern-
ig Þýzkaland óx upp úr því að vera
samband margra smárra fursta-
dæma, upp í voldugt þýzkt ríki.
Strauss, sem fæddist 6 árum fyrir
fæðingu ríkisins lifði allan blóma-
tíma þess og sá það hrynja í rúst.
Hrun þessa þýzka ríkis var afskap-
lega þýðingarmikill viðburður, og
sökum þeirrar viðurkenningar, sem
hann hlaut þegar á unga aldri, var
persónuleiki Strauss um það leyti
svo algerlega samgróinn keisara-
tímabilinu, að hann gat með engu
móti samþýðzt neinu öðru.
En ef vér sem snöggvast getum
gleymt okkar eigin andúð og ó-
beit á stálhjálmunum og keisara-
skeggjunum, kynni svo að fara að
vér gætum dáðst að því tilfinninga-
næmi, þeirri meðaumkun og þeim
mannlega skilningi, sem beztu verk
Strauss hafa að geyma, einkum ef
vér tökum ekki alltof hátíðlega
bókmenntahliðina á sinfóníuljóðum
hans. Vér ættum að taka vel eftir
blikinu í augum hans og glettni
hans, eins og í fúgunni í Zarathustra,
þar sem hann hendir gaman að vís-
indum og polyfóniskum verkum,
sem hann, eins og mörg önnur mik-
il tónskáld, var enginn meistari í.
Jafnvel í Heldenleben (Hetjulíf)
er tónlist Antagonistanna skopleg,
þar sem hinn ungæðislegi sláni
lýsir sér sem mikilli Es-dur-hetju,
sem sálfræðilega á rætur að rekja
til tóntegundar Beethovens í Eroica-
(sinfóníunni), og er engin þörf að
líta á það sem dramb og hroka; það
er aðeins ungæðisleg ofurgnótt, og
óumdeilanlega verk snillings. Lýs-
ingin á eiginkonunni, félaganum, í
fiðlusólónni, hvernig hún þar forð-
ar sér yfir í aðra tóntegund í hvert
sinn sem maðurinn er að því kom-
inn að koma fram vilja sínum, hve
fimlega Strauss leikur sér með tón-
ana, hin djúpa unun af hugmynda-
ríku rósamáli — þetta eru aug-
ljós merki um risavaxinn skapandi
snilling.
Slíkt rósamál og fágun eru ekki
aðeins bundin við nemandann, sem
les allt verkið yfir, þau eru hluti af
og undirstaða geysi mikillar bygg-
ingar, sem í heild sinni talar til
hins barnslega áheyranda með sín-
um glæsilegu hljómum, með sinni
fíngerðu, að vísu nokkuð frjálslegu
hljómrænu hugvitssemi, með sinni
eftir-Wagnerísku og mjög frumlegu
röð af hljómrænum raddbreyting-
um og með því að gefa slíkt tæki-
færi til að sýna snilli í hljóðfæra-
leik, að enginn annar hefur komizt
lengra í því.
Sem fremsta meistaraverk þessa
sinfóníska tímabils mundi ég hik-
laust velja Till Eulenspiegel. Bæði
í sinfóniskum ljóðum sínum og
söngleikjum, átti það ávallt bezt við
Strauss, er hann gat lýst skugga-
hliðum lífsins. Mér finnst Till hans
meira sannfærandi en Don Juan
hans; mér finnst Don Quixote og
Sancho Panza meira sannfærandi
en Zarathustra og Hero. Mér finnst
Herodias og Herod meira sannfær-
andi en Jokaanaan, og Clytemnestra