Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 94
92
ÚRVAL
Ógleymanlegur maður
NÓNA
Jónína Guðjónsdóttir
Eftir Davíð Áskelsson.
ún hét Jónína Guðjóns-
dóttir, en mér er hún
í barnsminni sem Nóna.
Mér hefur ekki þótt
vænna um nokkra
manneskju, mér óskylda eða ótengda
og ég held að flest börn, sem nutu
þeirrar gæfu að vera alin upp und-
ir handarjaðrinum á henni, ef svo
má að orði komast, séu sammála
mér.
Guðjón Jónsson, faðir Jónínu, var
fæddur árið 1830, og bjó allan sinn
búskap að Ljótsstöðum í Laxár-
dal í Suður-Þingeyjarsýslu. Sjald-
an mun hafa verið meira en rétt
til hnífs og skeiðar á Ljótsstöðum
í búskapartíð Guðjóns, en hann
hokraði þó fram að aldamótum,
en þá brá hann búi og fluttist í
húsmennsku að Þverá í sama dal,
en þar bjó þá afi minn, Snorri Jóns-
son. Með Guðjóni, sem þá var kom-
inn um sjötugt, flutti Jónína, dótt-
ir hans, til þess að annast hann í
ellinni og gerði hún það af mikilli
fórnfýsi, en Guðjón dó árið 1931,
nærri hundrað og eins árs að aldri
og hafði þá verið blindur og kar-
lægur nokkur ár.
Ég man Guðjón aðeins sem kar-
lægt gamalmenni og okkar kynni
voru eingöngu þau, að ég sat á rúm-
stokknum hjá honum, og hann þuldi
mér slitrur úr gömlum rímuru,
bænavers eða stökur. Erfiðlega