Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 95
ÓGLEYMANLEG KONA
93
gekk honum að segja sögur í sam-
hengi. Hann var þá orðinn of sljór
til þess.
Guðjón fékk það eftirmæli sinna
samtíðarmanna, að hann hefði verið
samvizkusamur í hvívetna, vinnu-
samur og hjálpfús. Með honum
féll í valinn drengur góður.
Jónína Guðjónsdóttir mun af ó-
kunnugum hafa verið talin fremur
ófríð kona, en við nánari kynni
hættu menn að taka eftir ófríðleik-
anum. Hún átti til að bera þá hjarta-
hlýju sem einstök er. Ég held að
hún hafði borið hlýhug til alls, sem
lífsanda dregur, en mest áberandi
var kærleikur hennar á börnum og
húsdýrum á heimilinu.
Kýr eru oft taldar fremur heimsk
dýr, en þær finna ábyggilega hvað
að þeim snýr. Og Þverárkýrnar
sleiktu hendurnar á Nónu gömlu,
þegar hún kom í fjósið til þess að
mjólka þær.
Kisa (sem var í fremur litlu uppá-
haldi hjá fullorðna fólkinu á heim-
ilinu, ekki sízt eftir að hún eign-
aðist kettlinga), lá sína „sængur-
legu“ á mjúkum prjónatuskum inni
í stóarhúsi undir vernd Nónu og
lét engan koma nálægt börnunum
sínum — nema hana. Og svona
mætti lengi telja.
Þó var umhyggja Nónu fyrir
föður sínum karlægum annars vegar
og okkur bræðrunum hins vegar
enn áþreifanlegri.
Eftir að faðir minn flutti alfar-
inn til Akureyrar vorum við bræð-
urnir jafnan á Þverá á sumrin, og
stundum á veturna líka. Við vorum
að sjálfsögðu undir handarjaðri
Nónu, og þar sem ég var yngstur
naut ég þess kannske í enn ríkara
mæli en þeir.
Nú mun ég segja nokkru nánar frá
samskiptum okkar bræðra við
Nónu.
Hún var trúuð og innrætti okkur
sína barnatrú, sem hún mun hafa
haldið fram í andlátið. Helvítistrú
og djöfladýrkun var henni fjarri
skapi. Hún lét mig lesa kvöldbæn-
ir. Mjög var það bænahald í föstum
skorðum. Ævinlega var byrjað á
Faðir vor og svo lesnar 6—7 bænir,
alltaf í sömu röð. Þá kom stutt bæn
frá eigin brjósti og að lokum —
Jesús veri með mér og hvíli í mínu
hjarta. %
Morgunbæn var aðeins ein og stutt
— Nú er ég klæddur og kominn á
ról. enda var næði til bæna-
halds betra á kvöldin. Oft las Nóna
fyrir okkur í Nýja-Testamentinu
og Passíusálmunum og ég lærði
að lesa á Nýja-Testamentið sumpart
og sumpart á Eirík Hansson eftir
J. Magnús Bjarnason, en Nóna hafði
mikið dálæti á þeirri bók.
Nóna hafði mikið yndi af bókum
og átti töluvert af góðum bókum,
meðal annars Bókasafn alþýðu, sem
Oddur Björnsson gaf út. Af ljóð-
skáldum hafði hún mest dálæti á
Þorsteini Erlingssyni og las mjög
oft í Þyrnum, enda held ég að hún
hafi kunnað þá utanbókar. Sérstakt
dálæti held ég að hún hafi haft
á rómantískari kvæðunum og heyrði
ég hana t.d. oft fara með kvæðið
Mig hryggir svo margt, sem í hug
mínum felst.
Meðan við bræðurnir vorum enn-
þa ólæsir, las Nóna fyrir okkur
og kenndi okkur vers og kvæði. Hún