Úrval - 01.11.1965, Síða 95

Úrval - 01.11.1965, Síða 95
ÓGLEYMANLEG KONA 93 gekk honum að segja sögur í sam- hengi. Hann var þá orðinn of sljór til þess. Guðjón fékk það eftirmæli sinna samtíðarmanna, að hann hefði verið samvizkusamur í hvívetna, vinnu- samur og hjálpfús. Með honum féll í valinn drengur góður. Jónína Guðjónsdóttir mun af ó- kunnugum hafa verið talin fremur ófríð kona, en við nánari kynni hættu menn að taka eftir ófríðleik- anum. Hún átti til að bera þá hjarta- hlýju sem einstök er. Ég held að hún hafði borið hlýhug til alls, sem lífsanda dregur, en mest áberandi var kærleikur hennar á börnum og húsdýrum á heimilinu. Kýr eru oft taldar fremur heimsk dýr, en þær finna ábyggilega hvað að þeim snýr. Og Þverárkýrnar sleiktu hendurnar á Nónu gömlu, þegar hún kom í fjósið til þess að mjólka þær. Kisa (sem var í fremur litlu uppá- haldi hjá fullorðna fólkinu á heim- ilinu, ekki sízt eftir að hún eign- aðist kettlinga), lá sína „sængur- legu“ á mjúkum prjónatuskum inni í stóarhúsi undir vernd Nónu og lét engan koma nálægt börnunum sínum — nema hana. Og svona mætti lengi telja. Þó var umhyggja Nónu fyrir föður sínum karlægum annars vegar og okkur bræðrunum hins vegar enn áþreifanlegri. Eftir að faðir minn flutti alfar- inn til Akureyrar vorum við bræð- urnir jafnan á Þverá á sumrin, og stundum á veturna líka. Við vorum að sjálfsögðu undir handarjaðri Nónu, og þar sem ég var yngstur naut ég þess kannske í enn ríkara mæli en þeir. Nú mun ég segja nokkru nánar frá samskiptum okkar bræðra við Nónu. Hún var trúuð og innrætti okkur sína barnatrú, sem hún mun hafa haldið fram í andlátið. Helvítistrú og djöfladýrkun var henni fjarri skapi. Hún lét mig lesa kvöldbæn- ir. Mjög var það bænahald í föstum skorðum. Ævinlega var byrjað á Faðir vor og svo lesnar 6—7 bænir, alltaf í sömu röð. Þá kom stutt bæn frá eigin brjósti og að lokum — Jesús veri með mér og hvíli í mínu hjarta. % Morgunbæn var aðeins ein og stutt — Nú er ég klæddur og kominn á ról. enda var næði til bæna- halds betra á kvöldin. Oft las Nóna fyrir okkur í Nýja-Testamentinu og Passíusálmunum og ég lærði að lesa á Nýja-Testamentið sumpart og sumpart á Eirík Hansson eftir J. Magnús Bjarnason, en Nóna hafði mikið dálæti á þeirri bók. Nóna hafði mikið yndi af bókum og átti töluvert af góðum bókum, meðal annars Bókasafn alþýðu, sem Oddur Björnsson gaf út. Af ljóð- skáldum hafði hún mest dálæti á Þorsteini Erlingssyni og las mjög oft í Þyrnum, enda held ég að hún hafi kunnað þá utanbókar. Sérstakt dálæti held ég að hún hafi haft á rómantískari kvæðunum og heyrði ég hana t.d. oft fara með kvæðið Mig hryggir svo margt, sem í hug mínum felst. Meðan við bræðurnir vorum enn- þa ólæsir, las Nóna fyrir okkur og kenndi okkur vers og kvæði. Hún
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.