Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 121
EINN ANNAR ÞÁTTUR
119
þetta er ekki skáldskapur — — •—
(stendur upp — gengur um gólf):
— heyrirðu það? ■—- (eins og við
sjálfan sig — hærra): — jeg er ekki
skáld •—■ jeg er ekki skáld, — heyr-
irðu það, skrifari — jeg er ekki
skáld — brendu þessu, sem þú skrif-
aðir áðan — það er einskis virði
— við verðum að búa til nýjan þátt
fyrir leikhúsið, — fólk fer ekki i
leikhús til þess að horfa á það, sem
það getur búið til sjálft, skrifari.
Skrifarinn (dræmt): Já.
Skdldið: Já — einmitt það ■—■ —
einmitt------öllu —--------
Skrifarinn: Já, en — þú segir að
fólk fari ekki í leikhús til þess að
sjá það, sem það getur búið til sjálft
-----Getur ekki verið í því skáld-
skapur fyrir það?------Jeg skil bara
ekki neitt í því — ha.
Skáldið: Ha — jú, auðvitað —
(hugsar sig um): Nei — en — jú,
o jú — en — nei — mjer líkar það
ekki — það er ekki af því — nei
nei. Þetta er ekki af því, skrifari
— þú ert réttur í þessu, skrifari —
(rjettir honum hendina): Gleður
mig að kynnast yður, skrifari. Þetta
er afar merkilegt — þetta er lauk-
rjett — þjer megið ekki misskilja
mig, skrifari ■— aldeilis — aldeilis
einstakt-----þér eruð skáld, skrif-
ari —.
Skrifarinn: Ha.
Skáldið: En mjer er bara sama
þó alt fólkið sje skáld — fyrir mjer
— — fyrir mjer. — Það má það fyrir
mjer ■— jeg er bara ekki skáld og
það nægir mjer —■ það er nóg fyrir
mig — — Heyrið þjer þetta, sem
jeg er að segja, skrifari? ■— ha,
skrifari? — Jeg verð þó að minnsta
kosti að vera ekki minni en einn
af fólkinu — þó jeg sje ekki skáld
— skrifari — einmitt fyrir það —
finnst þjer ekki nægilegur skáld-
skapur í því kanski — jú, vissu-
lega væri það, ef það væri það
—- skilurðu það, skrifari — hvað?
Skrifarinn: Ha.
Skáldið: Stórskáld -— ha — já
— ja — stórskáld.
Skrifarinn: Já — en-----------
Skáldið: Já, en, mjer er sama
— — mjer er ekki sama, jeg —•
mjer er alvara, herra skrifari, —
mjer líkar ekki þetta, sem jeg bað
þig að skrifa — já — jeg er ekki
skáld, — heyrirðu það ■— heyrir
þjer það — jeg er ekki skáld, skrif-
ari — — jeg veit það einhvernveg-
inn -— það er nóg — skrifari, heyrir
þér það.
Skrifarinn: Ja — á — á að brenna
því öllu?
Skáldið: Já, öllu — sem (hækkar
róminn dálítið) — sem ég sagði við
þig — sem jeg sagði þjer að skrifa
— öllu.
Skrifarinn: Jæja — já ■—• þá það
verry vell — já, ja, já. (Skrifar-
inn tekur það allt af borðinu og