Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 51
EINVÍGI VIÐ HÁKARL
49
nægði líka.
Nú heyrði ég raddir, kunnar radd-
ir. Nú var ég viss um, að báturinn
með vinum mínum í kæmi bráðlega
á vettvang, en ég hafði beðið til
guðs, um að báturinn kæmi mér til
hjálpar. Ég hætti öllum tilraunum
til að hreyfa mig og treysti eingöngu
á hjálp þeirra. Og í þessum nýja
mannheimi, sem umlukti mig á nýj-
an leik, heyrði ég einhvern endur-
taka æ ofan í æ: „Svona, svona,
vinur, harkaðu af þér! Nú er því
lokið!“ Þetta sagði röddin æ ofan
í æ. Ég held, að ég mundi hafa dá-
ið, hefði þessi rödd ekki haldið á-
fram að endurtaka þetta án afláts.
Mennirnir í varðbátnum fylltust
hryllingi, er þeir sáu, hversu ljót
sár mín voru. Hægri hönd mín og
handleggur voru svo illa rifin og
tætt, að það sást víða í beinin. Djúp
svöðusár voru á bringu minni, bak-
inu, vinstri öxlinni og síðunni. Ó-
freskjan hafði rifið að hálfu leyti
burt stóra vöðvahluta, sem héngu
nú hálf lausir, svo að sást í rif-
beinin, lungun og efri hluta mag-
ans.
Lögreglumenn óku leifturhratt á
undan sjúkrabílnum til þess að
ryðja honum braut, svo að hægt
yrði að koma mér í sjúkrahús á
sem skemmstum tíma, en það var
í 34 mílna fjarlægð. Skurðlæknarnir
við Konunglega Sjúkrahúsið í Ade-
laide voru alveg tilbúnir, þvegnir
og sótthreinsaðir, þegar ég kom í
sjúkrahúsið. Skurðborðið var svo
yndislega hlýtt og notalegt, risa-
stóra silfurljósið yfir höfði mér varð
daufara og daufara . þangað til
ég opnaði augun aftur seint um
nóttina eða snemma næsta morguns
og sá Kay sitja við hliðina á rúminu
mínu.
Ég sagði bara: „Mig kennir til,“
og hún var að gráta. Læknirinn gekk
yfir að rúminu til mín og sagði:
„Hann hefur það af úr þessu.“
I dag — hálfu öðru ári síðar —
vinna lungu mín eins og þau eiga
að vinna, þótt ég finni til nokkurs
stirðleika í brjóstholinu og bring-
unni. Hægri höndin á mér er sann-
arlega ekki snotur á að líta, en ég
get samt notað hana. Ég er með
ljót ör á bringunni, bakinu, mag-
anum og annarri öxlinni.
Key gerði sér grein fyrir því frá
byrjun, að ég gæti ekki hætt að
kafa, þótt guð viti, að ég hafði ekki
löngun til þess. Karlmaður er að-
eins hálfur maður, ef hann verður
sífellt að lifa í viðjum óttans. Og
fimm mánuðum eftir að mér var
batnað, sneri ég aftur til hafsins
til þess að skila ótta mínum aftur
á þann stað, þar sem hann hafði
náð tökum á mér.
En nú kafa ég ekki á sama hátt
og áður. Ég hef öðlazt sjálfstraust
mitt að nýju, en ásamt því hef ég
tileinkað mér varfærni og fyrir-
hyggju. Það er ekki hægt að treysta
því, að maður komist lífs af úr ann-
arri viðureign við hákarl, enda er
nóg áhætta, sem maður verður að
taka hér í heimi, þótt ekki sé reynt
að stofna sér í hættu að óþörfu.
Því er ég nú hættur að taka þátt
í öllum veiðikeppnum, og grugguga
sjóinn læt ég þeim galgopum eftir,
sem hafa aldrei fundið hákarlskjaft
læsast um bringu sér og bak.