Úrval - 01.11.1965, Síða 51

Úrval - 01.11.1965, Síða 51
EINVÍGI VIÐ HÁKARL 49 nægði líka. Nú heyrði ég raddir, kunnar radd- ir. Nú var ég viss um, að báturinn með vinum mínum í kæmi bráðlega á vettvang, en ég hafði beðið til guðs, um að báturinn kæmi mér til hjálpar. Ég hætti öllum tilraunum til að hreyfa mig og treysti eingöngu á hjálp þeirra. Og í þessum nýja mannheimi, sem umlukti mig á nýj- an leik, heyrði ég einhvern endur- taka æ ofan í æ: „Svona, svona, vinur, harkaðu af þér! Nú er því lokið!“ Þetta sagði röddin æ ofan í æ. Ég held, að ég mundi hafa dá- ið, hefði þessi rödd ekki haldið á- fram að endurtaka þetta án afláts. Mennirnir í varðbátnum fylltust hryllingi, er þeir sáu, hversu ljót sár mín voru. Hægri hönd mín og handleggur voru svo illa rifin og tætt, að það sást víða í beinin. Djúp svöðusár voru á bringu minni, bak- inu, vinstri öxlinni og síðunni. Ó- freskjan hafði rifið að hálfu leyti burt stóra vöðvahluta, sem héngu nú hálf lausir, svo að sást í rif- beinin, lungun og efri hluta mag- ans. Lögreglumenn óku leifturhratt á undan sjúkrabílnum til þess að ryðja honum braut, svo að hægt yrði að koma mér í sjúkrahús á sem skemmstum tíma, en það var í 34 mílna fjarlægð. Skurðlæknarnir við Konunglega Sjúkrahúsið í Ade- laide voru alveg tilbúnir, þvegnir og sótthreinsaðir, þegar ég kom í sjúkrahúsið. Skurðborðið var svo yndislega hlýtt og notalegt, risa- stóra silfurljósið yfir höfði mér varð daufara og daufara . þangað til ég opnaði augun aftur seint um nóttina eða snemma næsta morguns og sá Kay sitja við hliðina á rúminu mínu. Ég sagði bara: „Mig kennir til,“ og hún var að gráta. Læknirinn gekk yfir að rúminu til mín og sagði: „Hann hefur það af úr þessu.“ I dag — hálfu öðru ári síðar — vinna lungu mín eins og þau eiga að vinna, þótt ég finni til nokkurs stirðleika í brjóstholinu og bring- unni. Hægri höndin á mér er sann- arlega ekki snotur á að líta, en ég get samt notað hana. Ég er með ljót ör á bringunni, bakinu, mag- anum og annarri öxlinni. Key gerði sér grein fyrir því frá byrjun, að ég gæti ekki hætt að kafa, þótt guð viti, að ég hafði ekki löngun til þess. Karlmaður er að- eins hálfur maður, ef hann verður sífellt að lifa í viðjum óttans. Og fimm mánuðum eftir að mér var batnað, sneri ég aftur til hafsins til þess að skila ótta mínum aftur á þann stað, þar sem hann hafði náð tökum á mér. En nú kafa ég ekki á sama hátt og áður. Ég hef öðlazt sjálfstraust mitt að nýju, en ásamt því hef ég tileinkað mér varfærni og fyrir- hyggju. Það er ekki hægt að treysta því, að maður komist lífs af úr ann- arri viðureign við hákarl, enda er nóg áhætta, sem maður verður að taka hér í heimi, þótt ekki sé reynt að stofna sér í hættu að óþörfu. Því er ég nú hættur að taka þátt í öllum veiðikeppnum, og grugguga sjóinn læt ég þeim galgopum eftir, sem hafa aldrei fundið hákarlskjaft læsast um bringu sér og bak.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.