Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 30
Stór hluti harna á það á hœttu að missa algjörlega
sjónina, eða hluta hennar, ef sjónskekkja þeirra á unga
aldri er ekki lagfærð af sérfræðingum.
Duldir sjóngallar
bama
Eftir Patricia og Ronald M. Deutsch.
æknar, sem voru að
rannsaka sjón 5000
flugmanna í flugliði
Bandaríkjanna rétt fyr-
ir lok síðari heims-
styrjaldarinnar, gerðu furðulega
uppgötvun. Þeir komust að því, að
rúmlega 200 af flugmönnunum voru
raunverulega blindir á öðru aug-
anu.
Menn þessir höfðu ekki særzt,
og þeir gengu ekki með neina smit-
andi sjúkdóma. Sjónin á öðru aug-
anu hafði bara aldrei þroskazt. Það
var ekkert hægt að gera þeim til
hjálpar.
Læknarnir hristu höfuðið. Væri
þessi sjóngalli hlutfallslega eins
algengur meðal óbreyttra borgara,
mátti reikna með því, að svipað væri
ástatt um 7 milljónir Bandaríkja-
manna. Sú tilhugsun virtist blátt
áfram ótrúleg. En þetta reyndist
samt vera rétt.
Aðrar rannsóknir hér í Banda-
ríkjunum og Englandi, bæði á her-
mönnum og óbreyttum borgurum,
staðfestu þessa niðurstöðu lækn-
anna. Og nú vita augnsérfræðingar,
að sjóngalli sá, sem flugmennirnir
voru haldnir, ógnar um einu af
hverjum tuttugu bandarískra barna.
Sjóngalli þessi nefnist „amblyopia“
og er helsta orsök sjóndepru og
hálfblindu meðal barna.
„A undanförnum árum höfum við
komizt að því, að hægt er að hindra
þróun „amblyopiu" og komast fyrir
hana í flestum tilfellum, sé hafizt
handa nógu fljótt,“ segir dr. John
W. Ferree, framkvæmdastjóri
„Landssambands til hindrunar
blindu“. „En það er sorgleg stað-
reynd, að mjög fáir foreldrar gera
sér grein fyrir þessarri hættu, og
því finnum við aðeins örlítið brot
af þesum barnafjölda nægilega
fljótt til þess að bjarga megi sjón
barnanna."
Á hverju ári kemst sjóndepra
þessi á það stig hjá a.m.k. 100.000
bandarískum börnum, að ekki verð-
ur lengur unnt að bjarga sjón þeirra,
því að „amblyopia“ er ekki áber-
andi. Augu barna, sem haldin eru
þessarri sjóndepru, geta virzt skær
28
Todays Health