Úrval - 01.11.1965, Page 30

Úrval - 01.11.1965, Page 30
Stór hluti harna á það á hœttu að missa algjörlega sjónina, eða hluta hennar, ef sjónskekkja þeirra á unga aldri er ekki lagfærð af sérfræðingum. Duldir sjóngallar bama Eftir Patricia og Ronald M. Deutsch. æknar, sem voru að rannsaka sjón 5000 flugmanna í flugliði Bandaríkjanna rétt fyr- ir lok síðari heims- styrjaldarinnar, gerðu furðulega uppgötvun. Þeir komust að því, að rúmlega 200 af flugmönnunum voru raunverulega blindir á öðru aug- anu. Menn þessir höfðu ekki særzt, og þeir gengu ekki með neina smit- andi sjúkdóma. Sjónin á öðru aug- anu hafði bara aldrei þroskazt. Það var ekkert hægt að gera þeim til hjálpar. Læknarnir hristu höfuðið. Væri þessi sjóngalli hlutfallslega eins algengur meðal óbreyttra borgara, mátti reikna með því, að svipað væri ástatt um 7 milljónir Bandaríkja- manna. Sú tilhugsun virtist blátt áfram ótrúleg. En þetta reyndist samt vera rétt. Aðrar rannsóknir hér í Banda- ríkjunum og Englandi, bæði á her- mönnum og óbreyttum borgurum, staðfestu þessa niðurstöðu lækn- anna. Og nú vita augnsérfræðingar, að sjóngalli sá, sem flugmennirnir voru haldnir, ógnar um einu af hverjum tuttugu bandarískra barna. Sjóngalli þessi nefnist „amblyopia“ og er helsta orsök sjóndepru og hálfblindu meðal barna. „A undanförnum árum höfum við komizt að því, að hægt er að hindra þróun „amblyopiu" og komast fyrir hana í flestum tilfellum, sé hafizt handa nógu fljótt,“ segir dr. John W. Ferree, framkvæmdastjóri „Landssambands til hindrunar blindu“. „En það er sorgleg stað- reynd, að mjög fáir foreldrar gera sér grein fyrir þessarri hættu, og því finnum við aðeins örlítið brot af þesum barnafjölda nægilega fljótt til þess að bjarga megi sjón barnanna." Á hverju ári kemst sjóndepra þessi á það stig hjá a.m.k. 100.000 bandarískum börnum, að ekki verð- ur lengur unnt að bjarga sjón þeirra, því að „amblyopia“ er ekki áber- andi. Augu barna, sem haldin eru þessarri sjóndepru, geta virzt skær 28 Todays Health
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.