Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 32

Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 32
30 ÚRVAL um. Og skyldi heilbrigða augað skemmast af völdum augnsjúk- dóma eða einhvers hinna 300.000 „augnslysa", sem fyxir koma hér í Bandaríkjunum á ári hverju, get- ur svo farið, að það missi algerlega sjónina. Hvað er hægt að gera í þessu efni? Árið 1947 spurði „Landssamband til bindrunar blindu“ færustu augn- sérfræðinga þjóðarinnar þessarrar spurningar. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að eina lausnin væri fólgin í því, að fram færi augnskoð- un á um 12 milljónum bandarískra barna undir 6 ára aldri. Slíkt mundi kosta geysilegt fé og taka óskaplegan tíma, ef farið yrði eftir venjulegum aðferðum. Læknarnir tóku því að velta því fyrir sér, hvort ekki væri hægt að finna upp einhverja að- ferð, sem leikmenn gætu notað við skoðun barnanna. Herferð þessi fór hægt af stað í fyrstu. Það var ekki fyrr en árið 1951, að sjálfboðaliðar hófu meiri háttar augnskoðun barna. Það voru ungar húsmæður í borginni Birm- ingham í Michiganfylki, sem riðu þar fyrst á vaðið. Árangurinn var svo góður, að svipaðar tilraunir voru brátt gerðar í Georgiu-, Texas- og Kaliforníufylkjum með góðum árangri. Og um 1960 var þetta kom- ið svo vel á veg, hvað snerti bæði öflun sjálfboðaliða, kennslu þeirra og sjálfar augnskoðanirnar, að unnt reyndist að leyfa slíka sjóngalla- leit um gervallt landið. Það má greinilega sjá það af starf- semi þessarri í Uthafylki, hvernig leit þessi breiddist smám saman út og náði til æ fleiri byggðarlaga og barna. Árið 1957 frétti frú Marg- aret Regan í Salt Lake City um slíka sj óngallaleit, sem fyrrverandi skólasystur hennar voru nú að fram- kvæma annars staðar. Hún skrifaði „Landssambandi til hindrunar blindu“ og bauð fram aðstoð sína. Landssambandið bað hana um að tryggja sér aðstoð annarra kvenna og samvinnu augnlækna í borg- inni. Hún gerði það. Og skömmu síðar sendi Landssambandið sér- fræðing í skipulagningu slíkrar sjóngallaleitar til borgarinnar. Á tveim morgnum kenndi sérfræð- ingurinn litlum hóp húsfreyja skoð- unaraðferðirnar. Nú hefur fjöldi þessara augn- skoðenda í borginni aukizt upp í 55. Húsfreyjurnar 55 hafa hlotið þjálfun í að kenna öðrum skoðunar- aðferðirnar, og þannig hefur starf- semin breiðzt út til annarra héraða Utahfylkis, þar til hún nær nú til alls fylkisins. í fyrra skoðuðu þess- ir þjálfuðu sjálfboðaliðar um 14.000 börn innan skólaaldurs og sendu hundruð þeirra, sem höfðu mikla þörf fyrir slíkt, í frekari augn- skoðun til augnlækna. Þær stóðu straum af kostnaðinum með tízku- sýningum og sölu jólakorta. „Það þarf ekki nema eina skoðun til þess að gera mann að eldheit- um sjálfboðaliða," segir frá Bever- ly Evans, sem stjórnar nú starfsem- inni í Utahfylki. „Þegar sú hugsun grípur mann, að það er mjög líklegt að manni muni takast að bjarga a.m.k. einu barni frá hálfblindu með nokkurra klukkustunda tómstunda- starfi, verður hugmynd þessi manni algerlega ómótstæðileg.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.