Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 112

Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 112
110 ÚRVAL íullnustu, þegar hann fór meS þá til Jerúsalem í síðasta sinn. Þessi síðasta vika sem hann lifði, hófst með fagnaðarhrópinu „Hósíanna" og endaði með grimmdarópinu „Kross- festið!" En það var eins og þessir þjáningafullu dagar hefðu engin á- hrif á hann, hann hafði aldrei verið hugrakkari og óvinirnir stóðu ber- skjaldaðir gegn mælsku hans. Einn daginn söfnuðust lærisvein- arnir tólf saman til hinnar síðustu kvöldmáltíðar. Jesús vissi að enda- lokin voru skammt undan. Ættingj- ar hans, fæðingarbær hans og all- ur almenningur hafði snúið við honum baki; óvinir hans áttu sig- urinn vísan. Einn af lærisveinunum hafði þegar læðzt burtu til þess að svíkja hann og síðan mundu her- mennirnir koma og varpa honum í fangelsi. Hann vissi þetta allt fyrir, en hver voru viðbrögð hans? Hann rís úr sæti sínu, þessi stolti, ungi maður, sem hafði hafnað konung- dómi og beið nú dauðans. Hann sagði: „Hjarta yðar skelfist ekki ... Verið hughraustir, ég hef sigr- að heiminn.“ Þeir fóru út í garðinn, þar sem þeir höfðu lifað marga fagnaðarríka stund. Jafnvel þá var ekki orðið of seint fyrir Jesús að bjarga lífi sínu. Setjum svo að hann hefði sagt: „Ég hef flutt mönnunum boðskap minn, en það hefur engan árangru borið. Júdas er farinn að sækja hermennina og þeir verða komnir hingað eftir hálfa klukkustund. Hversvegna skyldi ég bíða hér og láta lífláta mig? Það eru ekki nema átján mílur til Jeríkó, þar sem Sakkeus vinur okkar býr. Við get- um verið komnir til hans í fyrra- málið. Síðan förum við yfir Jórdan og lifum þar í ró og næði til ævi- loka. Lærisveinarnir geta veitt fisk; ég vinn við trésmíðar og flyt boð- skap minn svo lítið ber á. Hvers vegna ætti ég ekki að gera þetta?“ Þetta var vel framkvæmanlegt. Valdhafarnir í Jerúsalem hefðu ver- ið fegnir að losna við meistarann á þennan hátt. Þetta var síðasta freistingin, og hann vísaði henni hiklaust á bug. Síðan vék hann afsíðis til þess að ákalla föður sinn á himnum. Sál hans var þjáð og full angist- ar. Hann var ungur, aðeins þrjátíu og þriggja ára gamall. Hann bað guð að þessi bikar mætti fara fram- hjá honum. En þegar hann kom aftur til lærisveinana, voru þeir sofnaðir. Þeim hafði verið um megn að vaka þessa stuttu stund. Hann hvarf einn á brott. Nú var hann aftur orðinn hugrakkur. Hann bað: „Faðir minn, ef þessi bikar getur ekki farið framhjá, án þess að ég drekki hann, þá verði þinn vilji.“ Þegar hann kom aftur til læri- sveinanna, vakti hann þá með þess- um orðum: „Sofið þér enn og hvíl- izt? Sjá, stundin nálgast og manns- sonurinn er framseldur í hendur syndara.“ Hermennirnir voru komnir. „Að hverjum leitið þér?“ spurði hann. Þeim brá svo mjög, að þeir gátu varla stunið upp orði: „Að Jesús frá Nazaret." „Ég er hann.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.