Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 56

Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 56
54 ÚRVAL það, að maðurinn hefði sætt refsingu áður, en í rauninni voru fyrri af- brot hans smávægileg. Jafnvel fjar- vistarsönnun hins grunaða — að hann hefði verið heima hj á sér þetta umrædda kvöld að lesa skáldskap eftir sig inn á segulband — var notað gegn honum, því að blöðin höfðu það eftir lögreglunni, að skáldskapurinn á segulbandinu bæri það með sér, að maðurinn væri „kynferðislega sjúkur og haldinn kvalalosta." Þegar blöðin voru búin að hamra á þessu dag eftir dag, hefði verið erfitt að finna þann kviðdómanda í San Francisco, sem væri ókunn- ugt um ákæruna á hendur hinum grunaða. Þá gerðist það allt í einu, að lögreglan handtók annan mann, sem játaði á sig glæpinn, en skáld- inu var sleppt úr fangelsinu. Þegar ljóðin á segulbandinu voru athuguð nánar, kom í ljós, að í þeim var ekkert er bent gæti til „kynferðilegr- ar sálsýki eða kvalalosta.11 Skrif blaðanna um afbrot og glæpi er fyrst og fremst hagsmunamál þeirra, því að þess háttar efni eykur söluna. En hlutdrægar frásagnir af slíkum málum geta átt sér ýmsar orsakir, m. a. áhuga á að sökudólg- urinn sleppi ekki, en fái makleg málagjöld. Bretar hafa annan og betri hátt á en í Bandaríkjunum. Þegar grun- aður maður er handtekinn, má ekki birta neitt nema nafn hans, aldur, heimilisfang, starf og ákæruna gegn honum. Hafi hann játað fyrir lög- reglunni, er bannað að birta játning- una; sömuleiðis er bannað að segja frá sönnunargögnum og fyrri af- brotum, og ekki mega blöðin heldur láta í ljós álit sitt um sekt manns- ins eða sakleysi. í sumum tilfellum má ekki birta mynd af hinum grun- aða. Brjóti blaðamaður af sér í þessu efni, getur hann búizt við sektum eða jafnvel fangelsisvist. Brezku blöðin eru ekki allskostar ánægð með þessa skerðingu á rit- írelsinu, en það bætir þó úr skák, að þegar mál er komið fyrir dóm- stólana, mega þau birta allt sem kemur fram í réttarhöldunum, og þá ná brezku blöðin sér á strik ekki síður en þau bandarísku. Eini mun- urinn er sá, að bandarísku blöðin hefja skrif sín jafnskjótt og hinn grunaði hefur verið handtekinn, en hin brezku ekki fyrr en mál hans er tekið fyrir í réttarsal. í Bandaríkjunum hafa komið fram tillögur um að banna birtingu upp- lýsinga um afbrotamál, sem eru í rannsókn, og hæstaréttardómarinn Bernard S. Myer hefur jafnvel kom- ið með þá uppástungu, að setja beri lög, sem bæði banni allar slíkar upplýsingar og tryggi það um leið, að þeim sé refsað, sem brjóta þau, hvort sem það eru blaðamenn, lög- reglumenn eða lögfræðingar. Blöð- in óttast að sjálfsögðu allar slíkar tillögur og halda því fram, að slík- ar hömlur á ritfrelsinu geti endað með algerri ritskoðun. Sumir blaða- menn eru líka þeirrar skoðunar, að almenningur eigi heimtingu á að fá að vita allt, sem gerist. Reynsl- an sýnir hins vegar, að réttur al- mennings til að „vita allt“ hlýtur að vera takmarkaður, og þarf ekik annað en að benda á her- og utanríkismál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.