Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 96

Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 96
94 lét okkur líka draga til stafs og þar kom, að bræður mínir, sem voru nokkrum árum eldri en ég, ákváðu að hefja „blaðaútgáfu". Skyldi blað- ið vera vikublað, í stílabókarbroti, (enda pappírinn úr stílabókum) handskrifað í einu eintaki. Lesenda- hópurinn var ég og Nóna, því ekki töldu ritstjórarnir sér fært að láta blaðið í hendur annarra heima- manna. Blað þetta nefndist „Grettir" og kom út í þrjár til fjórar vikur. Nóna mun hafa haft hönd í bagga með „útgáfunni“ og m.a. valið nafnið. Efni blaðsins var aðallega fréttir af bænum og næstu bæjum, t.d. „Auð- humla beiddi upp í gær“ og „Palli byrjaði að slá í varpanum í morg- un. Auk þess voru greinar um sund- urleitustu efni í „Gretti“, aðallega skrifaðar upp úr gömlum þjóðvina- félagsalmanökum. En nú kom babb í bátinn. Ég vildi alveg óður og uppvægur taka þátt í ritmennskunni. En það máttu bræður mínir ekki heyra nefnt. Ég mun hafa verið sjö til átta ára, að vísu læs en lítið skrifandi. En mér var annað tamara en að stilla ljósi mínu undir mæliker, og sótti aðildina að ritstjórninni fast, og fór svo, að kalla varð Nónu til þess að skakka leikinn. Hún var fljót að kveða. upp Salómonsdóm, eins og svo oft áður, þegar kastazt hafði í kekki með okkur bræðrunum. Hún sagði: „Látum eldri bræðurna gefa út sitt blað í friði. Við Daddi gef- um út annað blað.“ Ég var himinlifandi yfir þessum úrskurði og kunni mér vart læti ÚRVAL fyrir fögnuði. Bræður mínir sættu sig líka við „samkeppnina“. Eftir miklar umþenkingar ákváð- um við Nóna að nefna blaðið okkar „Fálkann.“ Munum við Nóna hafa verið allt að því ári á undan Fálk- anum í Reykjavík með okkar út- gáfu. Man ég að ég lét mér fátt um finnast þegar ég frétti það að búið væri að „hnupla“ nafninu, sem mér fannst ég hafa tilkall til. Annars varð stutt í Fálka-útgáí- unni hjá mér, því að ekki kom út nema eitt tölublað af Þverár-Fálk- anum. Það var gefið út á umbúða- pappír, stóra örk, stærð brotsins svipuð og Tímans og umbrotið all frumlegt. Ég byrjaði sem sagt með því að skrifa fyrirsagnir greinanna og ætlaði þeim pláss af handahófi. Fór svo að blaðið varð lítið ann- að en fyrirsagnir og eyður á milli. Gafst ég svo upp á ritmennskunni. Á Þverá í Laxárdal var, og er, stór torfbær, sem stendur enn. Mun það vera elzti torfbær á landinu, sem enn er búið í. Meiri partur hans mun vera byggður laust eftir 1850 og er hann með allmörgum göngum og ranghölum. Ég var ákaf- lega myrkfælinn í bernsku, og ekki bætti úr skák, að rétt við hlaðvarp- ann stóð (og stendur) kirkja og kirkjugarður í kring. Strax og ég gat farið að stauta svolítið, lá ég yfir þjóðsögum, einkum drauga- sögum og allt hafði þetta þau á- hrif, að ég varð trylltur í myrk- fælni. Þótti flestum á bænum, að lítið legðist fyrir kappann og var gert góðlátlegt gys að mér fyrir vikið, en það tók ég allnærri mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.