Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 48

Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 48
46 ÚRVAL hákarlarnir sjaldan á vegi neðan- sjávarfiskimanna. Fiskimenn, sem hafa fiskveiðar að atvinnu, veiða þá á hafi úti. Þessir hvítu hákarlar ganga oft undir nafninu „hvíti dauð- inn“. En í varúðarskyni voru samt tveir kraftmiklir varðbátar látnir sigla fram og aftur um veiðisvæði okkar, og áhöfn þeirra svipaðist stöð- ugt um í leit að hákörlum þessum. Veður var bjart og mikill hiti. Það var svolítil gola úti fyrir strönd- inni, og hún bældi svolítið öldu- kambana, en hún gruggaði líka sjórinn við rifið. Neðansjávarskyggn- ið yrði augsýnilega slæmt. Slíkt skapar neðansjávarfiskimönnum talsverða erfiðleika. í gruggugum sjó nálgast fiskimaðurinn oft bráð- ina um of, áður en hann kemur auga á hana. Þannig fælir hann hana burt, áður en honum veitist ráðrúm til þess að skjóta skutlin- um að henni. Klukkan hálf eitt dró ég fullt flothylki að landi, og í því voru ýmsar fisktegundir. Ég sá það af fiskhrúgum hinna keppendanna, að sigurhorfur mínar voru ekki sem verstar. Ég var nú búinn að „landa“ 54 pundum af fiski, og fisktegund- irnar, sem ég hafði veitt, voru sam- tals 14 að tölu. Nú var klukkan 12.35, og keppninni skyldi ljúka klukkan 2. Það fór auðvitað smám saman að minnka um fisk á svæðinu, sem næst var landi, og því hafði ég haldið lengra frá ströndinni í leit að stærri og betri bráð. Var ég kominn þrjá mílufjórðunga frá ströndinni. Þegar ég hafði synt síðast að landi með afla minn frá þeim hluta rifsins, þar sem snar- dýpkar, eða úr 25 fetum niður í 60 fet, hafði ég tekið þar eftir nokkr- um stórum fiskum nálægt stórum, þríhyrndum kletti, sem ég þóttist viss um að geta fundið aftur. Tveir fiska þessara voru dökkir „morwong" eða „kraftafiskar", eins og við áströlsku neðansjávarfiski- mennirnir köllum þá venjulega. Tækist mér að ná öðrum þeirra, hefði ég nokkrar líkur á að sigra. Næði ég í annan til, var ég alveg viss um sigur. Ég synti út að staðn- um, sem ég hafði valið mér, og hvíldi mig þar svolitla stund, áður en ég kafaði. Ég lá á maganum og andaði gegnum öndunarpípuna. í gegnum „glerrúðuna" á grímunni minni athugaði ég klettinn og ná- grenni hans og velti því fyrir mér, hvernig bezt væri fyrir mig að komast að fiskunum tveim, sem voru faldir á bak við hann. Ég dró djúpt að mér andann nokkrum sinnum, hélt honum síðan niðri í mér, kyngdi til þess að hjálpa mér til að halda loftinu niðri í mér og stakk mér síðan. Ég synti niður á við og fram á við í senn til þess að hræða þá ekki. Ég synti fyrir stóra klettinn og varð gripinn geysilegri æsingu, er ég kom auga á bráð mína. Stærri fiskurinn var í minna en 30 feta fjarlægð frá mér. Hann var geysi- stór, að minnsta kosti 20 pund. Hann virtist vera að leita að einhverju æti innan um stóran brúsk af brúnu þangi. Ég smaug fram á við og vonaði, að mér tækist að komast svo nálægt honum, að mér tækist að skutla hann. Ég teygði báðar hendurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.