Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 48
46
ÚRVAL
hákarlarnir sjaldan á vegi neðan-
sjávarfiskimanna. Fiskimenn, sem
hafa fiskveiðar að atvinnu, veiða
þá á hafi úti. Þessir hvítu hákarlar
ganga oft undir nafninu „hvíti dauð-
inn“. En í varúðarskyni voru samt
tveir kraftmiklir varðbátar látnir
sigla fram og aftur um veiðisvæði
okkar, og áhöfn þeirra svipaðist stöð-
ugt um í leit að hákörlum þessum.
Veður var bjart og mikill hiti.
Það var svolítil gola úti fyrir strönd-
inni, og hún bældi svolítið öldu-
kambana, en hún gruggaði líka
sjórinn við rifið. Neðansjávarskyggn-
ið yrði augsýnilega slæmt. Slíkt
skapar neðansjávarfiskimönnum
talsverða erfiðleika. í gruggugum
sjó nálgast fiskimaðurinn oft bráð-
ina um of, áður en hann kemur
auga á hana. Þannig fælir hann
hana burt, áður en honum veitist
ráðrúm til þess að skjóta skutlin-
um að henni.
Klukkan hálf eitt dró ég fullt
flothylki að landi, og í því voru
ýmsar fisktegundir. Ég sá það af
fiskhrúgum hinna keppendanna,
að sigurhorfur mínar voru ekki sem
verstar. Ég var nú búinn að „landa“
54 pundum af fiski, og fisktegund-
irnar, sem ég hafði veitt, voru sam-
tals 14 að tölu. Nú var klukkan
12.35, og keppninni skyldi ljúka
klukkan 2. Það fór auðvitað smám
saman að minnka um fisk á svæðinu,
sem næst var landi, og því hafði ég
haldið lengra frá ströndinni í leit
að stærri og betri bráð. Var ég
kominn þrjá mílufjórðunga frá
ströndinni. Þegar ég hafði synt
síðast að landi með afla minn frá
þeim hluta rifsins, þar sem snar-
dýpkar, eða úr 25 fetum niður í
60 fet, hafði ég tekið þar eftir nokkr-
um stórum fiskum nálægt stórum,
þríhyrndum kletti, sem ég þóttist
viss um að geta fundið aftur.
Tveir fiska þessara voru dökkir
„morwong" eða „kraftafiskar", eins
og við áströlsku neðansjávarfiski-
mennirnir köllum þá venjulega.
Tækist mér að ná öðrum þeirra,
hefði ég nokkrar líkur á að sigra.
Næði ég í annan til, var ég alveg
viss um sigur. Ég synti út að staðn-
um, sem ég hafði valið mér, og
hvíldi mig þar svolitla stund, áður
en ég kafaði. Ég lá á maganum og
andaði gegnum öndunarpípuna. í
gegnum „glerrúðuna" á grímunni
minni athugaði ég klettinn og ná-
grenni hans og velti því fyrir mér,
hvernig bezt væri fyrir mig að
komast að fiskunum tveim, sem
voru faldir á bak við hann. Ég dró
djúpt að mér andann nokkrum
sinnum, hélt honum síðan niðri í
mér, kyngdi til þess að hjálpa mér
til að halda loftinu niðri í mér og
stakk mér síðan.
Ég synti niður á við og fram á
við í senn til þess að hræða þá
ekki. Ég synti fyrir stóra klettinn
og varð gripinn geysilegri æsingu,
er ég kom auga á bráð mína. Stærri
fiskurinn var í minna en 30 feta
fjarlægð frá mér. Hann var geysi-
stór, að minnsta kosti 20 pund. Hann
virtist vera að leita að einhverju
æti innan um stóran brúsk af brúnu
þangi.
Ég smaug fram á við og vonaði,
að mér tækist að komast svo nálægt
honum, að mér tækist að skutla
hann. Ég teygði báðar hendurnar