Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 21
DAGINN, SEM VIÐ BJÖRGUÐUM...
19
una var að segja, hvað hinn turninn
snerti. Hann íaðmaði okkur að sér,
hrærður í huga, og við veifuðum
jökkunum okkar til þess að sýna
öllum þarna niðri, og þá einkum
liðsforingjanum, að engir óvinir
leyndust í dómkirkjunni.
Ég leit á klukkurnar miklu og
velti því fyrir mér, hversu lengi
þær hefðu nú verið þögular. Og svo
ákvað ég, að nú væri kominn tími
til þess að láta þær hringja. Ég greip
stóra kólfinn í þeirri stærstu báðum
höndum og sveiflaði honum fast
utan í klukkuna risavöxnu. Ég sló
honum utan í hana þrisvar sinnum
í röð í miklum flýti, og svo sló ég
fjórða höggið, mjög langdregið
lokahögg. Bong-bong-bong. . b-o-
n-g-g-g-g! Þrjú. stutt og eitt langt,
sigurmerkið. . V... . fyrir „vic-
tory“ (sigrinum). Geysileg fagnaðar
hróp stigu upp til okkar frá frönsku
mannþyrpingunni, sem beið þarna
niðri á torginu þarna langt
niðri.
Yið gengum hægar niður stigana.
Út um gluggarifu eina sáum við,
að liðsforinginn var horfinn og byss-
urnar hans með honum. Og þegar
við stigum loks út úr rökkri kirkj-
unnar og depluðum augunum í
glampandi sólskininu, lá við, að
mannfjöldinn træði okkur undir í
ákafa sínum. Og hótelstýran okkar
var þarna líka. Hún æddi að okkur
og hrópaði tárvotum augum: „Við
munum aldrei gleyma ykkur. .
ykkur, sem björguðu dómkirkjunni
okkar! Ég skal kveikja á kerti. . .
nei, þrem kertum. . einu handa
hverjum ykkar!"
Næst þegar ég kem til Chartres,
ætla ég að biðja hana um að kveikja
á fleiri kertum en aðeins tveim-
í þetta skipti. Þeir Clark Lee og
Bob Reuben eru nú báðir dánir,
og ef kerti ættu að loga fyrir þá
einhvers staðar, þá ættu þau vissu-
lega að loga í dómkirkjunni „okk-
ar.“
Það hlýtur aS vera einhver fótur fyrir endurholdgunarkenningunni,
að dæma eftir því, hvernig sumir lifna skyndilega við, þegar kemur að
lokunartíma kránna.
Afgreiðslumaður við eiginkonu manns, sem er að máta jakkaföt: „Og
hvernig líkar honum við þessi?"
Algemeen Handelsblad, Amsterdam
Á lista yfir góðgerðarstofnanir getur að líta félag eitt í Hollandi,
sem styrkir knapa, sem hafa fitnað og eiginlega „vaxið upp“ úr starfi
sínu, ef svo mætti segja.
Gach am ní h-eagnach saoi: E'nginn maður er alltaf vitur.
Gamall írskur málsháttur