Úrval - 01.11.1965, Side 24

Úrval - 01.11.1965, Side 24
22 ÚRVAI stjórnmálaskoðunum, væri það full fljótfærnislegt að nota það sem ástæðu til að neita frábærum snilli- gáfum þeirra beggja. Wagner, sem var unglingur, þegar byltingin varð 1848 og tók þátt í henni, varð síðar vitni að því, hvern- ig Þýzkaland óx upp úr því að vera samband margra smárra fursta- dæma, upp í voldugt þýzkt ríki. Strauss, sem fæddist 6 árum fyrir fæðingu ríkisins lifði allan blóma- tíma þess og sá það hrynja í rúst. Hrun þessa þýzka ríkis var afskap- lega þýðingarmikill viðburður, og sökum þeirrar viðurkenningar, sem hann hlaut þegar á unga aldri, var persónuleiki Strauss um það leyti svo algerlega samgróinn keisara- tímabilinu, að hann gat með engu móti samþýðzt neinu öðru. En ef vér sem snöggvast getum gleymt okkar eigin andúð og ó- beit á stálhjálmunum og keisara- skeggjunum, kynni svo að fara að vér gætum dáðst að því tilfinninga- næmi, þeirri meðaumkun og þeim mannlega skilningi, sem beztu verk Strauss hafa að geyma, einkum ef vér tökum ekki alltof hátíðlega bókmenntahliðina á sinfóníuljóðum hans. Vér ættum að taka vel eftir blikinu í augum hans og glettni hans, eins og í fúgunni í Zarathustra, þar sem hann hendir gaman að vís- indum og polyfóniskum verkum, sem hann, eins og mörg önnur mik- il tónskáld, var enginn meistari í. Jafnvel í Heldenleben (Hetjulíf) er tónlist Antagonistanna skopleg, þar sem hinn ungæðislegi sláni lýsir sér sem mikilli Es-dur-hetju, sem sálfræðilega á rætur að rekja til tóntegundar Beethovens í Eroica- (sinfóníunni), og er engin þörf að líta á það sem dramb og hroka; það er aðeins ungæðisleg ofurgnótt, og óumdeilanlega verk snillings. Lýs- ingin á eiginkonunni, félaganum, í fiðlusólónni, hvernig hún þar forð- ar sér yfir í aðra tóntegund í hvert sinn sem maðurinn er að því kom- inn að koma fram vilja sínum, hve fimlega Strauss leikur sér með tón- ana, hin djúpa unun af hugmynda- ríku rósamáli — þetta eru aug- ljós merki um risavaxinn skapandi snilling. Slíkt rósamál og fágun eru ekki aðeins bundin við nemandann, sem les allt verkið yfir, þau eru hluti af og undirstaða geysi mikillar bygg- ingar, sem í heild sinni talar til hins barnslega áheyranda með sín- um glæsilegu hljómum, með sinni fíngerðu, að vísu nokkuð frjálslegu hljómrænu hugvitssemi, með sinni eftir-Wagnerísku og mjög frumlegu röð af hljómrænum raddbreyting- um og með því að gefa slíkt tæki- færi til að sýna snilli í hljóðfæra- leik, að enginn annar hefur komizt lengra í því. Sem fremsta meistaraverk þessa sinfóníska tímabils mundi ég hik- laust velja Till Eulenspiegel. Bæði í sinfóniskum ljóðum sínum og söngleikjum, átti það ávallt bezt við Strauss, er hann gat lýst skugga- hliðum lífsins. Mér finnst Till hans meira sannfærandi en Don Juan hans; mér finnst Don Quixote og Sancho Panza meira sannfærandi en Zarathustra og Hero. Mér finnst Herodias og Herod meira sannfær- andi en Jokaanaan, og Clytemnestra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.