Úrval - 01.11.1965, Side 76

Úrval - 01.11.1965, Side 76
74 eftir 3 þúsund franka en þriðja kvöldið tapaði hann öllu aftur, nema 5 þúsund frönkum. Árið 1864 missti Dostojevsky konu sína og sama ár dó Mikhail bróðir hans. Eftir lát konu sinnar hugðist hann giftast vinkonu sinni Pálínu Suslov, sem hann hafði kynnzt í Moskvu, en hún hafði verið ferða- félagi hans í utanlandsferðum 1862 og 1863. En hún sleit trúlofuninni skömmu eftir að kona Dostojevskys dó. Hann var að skrifa skáldsöguna Glæpur og refsing og hafði farið til Wiesbaden til þess að geta verið í ró og næði. Pálína Suslov taldi aftur á móti, að hann hefði yfirgef- ið sig af ásettu ráði. Meðan Dostojevsky var í Wies- baden, kom út eftir hann bókin Bréf frá uncLirheimum. Þessi bók vakti mikla athygli gagnrýnenda, sem þóttust skynja að nýr snillingur væri í uppsiglingu. Mikahil hafði verið stórskuldugur, þegar hann lézt. Enda þótt Feodor væri sjálfur illa staddur fjárhags- lega, tók hann að sér að greiða skuldir bróður síns og bar honum þó engin skylda til þess samkvæmt lögum. Þannig jók hann sjálfur á byrðina, sem hann fékk vart und- ir risið. Árið 1866 kom Glæpur og refsing út sem framhaldssaga. Sagan fékk misjafnar undirtektir. Sálfræðilegar athuganir höfundarins voru nýj- ungar, sem menn kunnu ekki að meta, en handbragð snillingsins leyndi sér ekki. Bókin varð Dosto- jevsky ekki sú tekjuuppspretta, sem hann hafði vonað. Áður en Dostojevsky hafði lokið ÚIiVAL við Glæp og refsingu, fór hann að vinna að nýrri skáldsögu, sem hlaut heitið Fjárhœttuspilararnir. Hann var sískrifandi, og svo fór að lok- um, að augu hans þoldu ekki á- reynsluna. Hann réði því unga stúlku sér til aðstoðar. Hún var hraðritari og hét Anna Smitkin. Þau hittust í fyrsta skipti 8. okt. 1866, og 4. nóvember opinberuðu þau trúlofun sína. Þau giftust um páskana 1867 og fóru í brúðkaups- ferð til Vestur-Evrópu. Þau ætluðu að vera þrjá mánuði í burtu, en þau komu ekki aftur til Rússlands fyrr en að fjórum árum liðnum. Það var mikið gæfuspor fyrir Dostojevsky, þegar hann gekk að eiga Önnu Smitkin. Hún átti að vísu erfitt með að venjast hinu ó- reglusama líferni hans í fyrstu, en hún var fljót að átta sig á hlutun- um. Brátt var hún farin að greiða úr fjármálaflækjum manns síns og semja við útgefendur og lána- drottna fyrir hans hönd. Hún reyndi af fremsta megni að losa hann við allar áhyggjur. Þau fjögur ár, sem Dostojevsky dvaldist utanlands, skrifaði hann þrjár af þeim fimm skáldsögum, sem frægð hans byggist á — Fávit- ann, Hinn eilífa eiginmann og Hina djöfulóðu. Smámsaman tókst Önnu Dosto- jevsky að greiða allar skuldir og áð- ur en langt um leið höfðu þau nægi- legt fé til handa á milli, svo að þau gátu lifað þægilegu lífi. Dostojevsky var hamingjusamur í fyrsta sinn á ævinni. En það brá skýi fyrir hamingju- sólina, þegar heilsu Dostojevskys
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.