Úrval - 01.11.1965, Síða 83

Úrval - 01.11.1965, Síða 83
KELTNESKI ÞJÓÐFLOKKURINN 81 Höfuð frá Bæheimi, sem sýnir listeinkenni Kelta. í innbyrðis skærum ættflokkanna voru sögur hermannanna af sjálfum sér öllum hetjulegri. Hinn keltneski ættarhöfðingi kom venjulega til orrustunnar í sterkum, tvíhjóla vagni. með tveimur litlum hestum fyxir og með ökumanni, sem síðar í orrustunni átti einnig að vera skjaldsveinn. Að vopnum hafði höfðinginn þungt járnsverð, rýting, og spjótasamstæður. Oftast bar hann hálshring sinn og armbönd úr gulli, og til varnar bar hann háan skjöld, venjulega úr tré og skreytt- an með upphleyptum myndum úr látúni. Á höfði bar hann látúns- hjálm, keilulaga, skreyttan upp- hleyptum látúnsmyndum úr nátt- úrunni og ef til vill með hornum efst, til þess að auka við hæð þess sem bar hann. Utan yfir ljósri skyrt- unni var borin brjósthlíf, og hin- um sérkennilegu buxum var haldið uppi með belti. Siðvenjur Keltanna hljóta að hafa verið kynlega úreltar í augum þeirra Miðjarðarhafsbúa, sem til þeirra sáu, er þeir minntust hetjulegra bardaga Grikkja og Tróju-manna fyrir utan veggi Trójuborgar. Ætt- arhöfðingjarnir óku alveg að fjand- mönnum sínum og því næst í gegn- um fremstu víglínu þeirra og köst- uðu um leið kesjum sínum. Samtím- is gerðu þeir, sem á eftir fóru, ógur- legan hávaða, hrópuðu, blésu í lúðra og börðu utan vagna sína, sem ekið var, þar til þeir áttu skammt eftir að fremstu víglínu. Er þeir svo höfðu skotið kesjum sínum, stigu her- mennirnir af vögnum sínum og gengu áfram í fylkingarbrjósti her- sveita sinna. Þeir völdu sér hæfi- lega andstæðinga úr her óvinanna og skoruðu þá á hólm, sveiflandi vopnum sínum. Ef áskoruninni var tekið, tók bardagamaðurinn að kyrja lofsöng um afreksverk for- feðra sinna og sín eigin hreystiverk. Að þessum inngangsatriðum lokn- um, sem að líkindum báðir hólm- göngumennirnir tóku þátt í, annað hvort samtímis eða til skiptis, hófst einvígið. Sigurvegarinn hjó hand- leggina af hinum fallna andstæðing sínum og hjó því næst höfuðið af bolnum. Hið afhöggna höfuð var svo bundið við beizli hests hans, og síðar fest upp við dyrnar að húsi hans. Og þá fyrst, er þessum inn- gangsatriðum var lokið, hófst hin almenna orrusta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.