Úrval - 01.11.1965, Side 122

Úrval - 01.11.1965, Side 122
120 ÚRVAL ætlar að fara út með það): — Já — ja, já — verry vell — þá það. (Það er bankað — inn koma dreng- ir með blöð. — Skrifarinn og skáldið fara út. — Drengirnir kalla upp með blöðin: Morgunblaðið — Vísir — Nýja Dagblaðið — Alþýðu- blaðið. — Ekki má gleyma neinu blaði). Drengirnir (samróma): Ekki má gleyma neinu blaði. (Þá koma inn fleiri drengir og kalla upp sín blöð). — Tíminn, Tíminn, Tíminn — Stormur — Verkalýðsblaðið, Verka- lýðsblaðið ■— Samfylkingin — Þjóð- viljinn — Lýðveldið, Lýðveldið — Framsókn, Framsókn — Sjómanna- blaðið og Landið,—Landið—Hafnar- blaðið — ísland, ísland — Ingólfur — ísafold — Gullaldarblaðið, Gull- aldarblaðið — Óprentaðablaðið — hver vill kaupa Óprentaðablaðið! (Raddirnar blandast saman á ein- kennilegan hátt. Drengirnir hafa búið til dálítinn söngflokk með að kalla upp með blöðin, hver með sínum róm). Tjaldið er drégið fyrir. Kvöld eitt í síðari heimsstyrjöldinni barst loftvarnaliðssveit okkar sú frétt, að æfing yrði haldin þá um nóttina til þess að sýna háttsettum herforingja, er var þar á skoðunarferð, hve fljótir við værum að kom- ast að loftvarnarbyssunum, þegar loftvarnamerkið yrði gefið. Það var búið að slökkva, og við iágum þarna í fullum herklæðum undir tepp- unum okkar og biðum í ofvæni. Að lokum kvað við loftvarnamerki, þegar klukkan var orðin tvö. Við æddum út, en þegar við vorum að ryðjast út um dyrnar hver um annan þveran, birtist liðþjálfinn okkar skyndilega. „Stórfylkishöfðinginn hefur alls ekki látið sjá sig, strákar," sagði hann. „Það liggur ekkert á. Þetta er ekki æfing. Þetta er raun- verulegt loftvarnamerki!“ A. Kerry Þetta gerðist í lítilli sveitakirkju í Skotlandi sunnudag einn fyrir mörgum árum: Einn kirkjugesta varð skelkaður, er hann uppgötvaði, að hann hafði látið tveggja-og-hálfs-shillings-pening detta í samskota- baukinn í stað shillingsins, sem hann hafði ætlað að gefa. Að guðsþjónustunni lokinni útskýrði hann fyrir meðhjálparanum, hvað gerzt hafði, og reyndi að fá mismuninn endurgreiddan. „Kemur ekki til mála!“ svaraði meðhjálparinn ákveðinn. „Peningar, sem gefnir eru Guði, eru ekki endurgreiðanlegir." „Jæja,“ svaraði hinn aumur í bragði, „ég fæ þó að minnsta kosti tveggja-og-hálfs-shillings inneign á himnum." „Nei, það færðu ekki,“ svaraði meðhjálparinn. „Þú eignast bara inn- eign þess shillings, sem þú ætlaðir að gefa. Afgangurinn er bara gróði fyrir Guð.“ O.C.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.