Úrval - 01.10.1966, Síða 6
4
ÚRVAL
brýr, yfir iðgrænar grasflatir og
um unaðslega laufskála.
Garðyrkjumenn og grasafræðing-
ar um víða veröld dást að Munda
Wanga, sem hefur nú að geyma
2.538 tegundir jurta, en 6 af hverj-
um 10 vaxa nú í Zambia í fyrsta
skipti. Jurtir þessar koma víðsveg-
ar að úr heiminum og búa við ýmiss
konar loftslag í heimalöndum sín-
um, Bretlandi, Bandaríkjunum,
Rússlandi, Chile, Á'stralíu, ísrael,
Kína og 33 öðrum löndum. Og allar
dafna jurtir þessar í jarðvegi Munda
Wanga.
En hið furðulegasta við þennan
Edengarð nútímans esr sú stað-
reynd, að það var í rauninni einn
maður, sem átti hugmyndina að
þessum garði og skapaði hann með
lítilli hjálp, stein fyrir stein, jurt
fyrir jurt. Maður þessi heitir Ralp
Sander, og hann hefur enn yfirum-
sjón með öllu, sem framkvæmt er
í Munda Wanga. Hann er nú orð-
inn 56 ára gamall, en á honum sjást
fá merki þrældómsára þeirra, sem
hann fórnaði draumum sínum. Hann
er þreklega vaxinn, með stálgrátt
hár og hvöss, blá augu. Og hann
gleðst innilega sem barn yfir hverri
nýrri jurt, hverjum nýjum lundi
í garði sínum, já, hverri nýrri blóm-
krónu. Það er augsýnilegt, að Ralp
Sander hefur sannarlega fundið sitt
rétta hlutskipti hér í lífi.
Því hefur þó ekki ætíð verið
þannig farið. Hann er að vísu kom-
inn af frægri garðyrkjumannaætt,
Sanderættinni frá St. Albans og
Bruges, og sjálfur var hann með-
limur Konunglega garðyrkjufélags-
ins í Bretlandi. En samt hafði líf
hans einkennzt af hverjum mis-
tökunum öðrum verri, auðmýkj-
andi mistökum. Hann var alger ör-
eigi, þegar hann gerðist veiðivörð-
ur á vegum nýlendustjórnarinnar
brezku og settist að í Chilanga, ná-
lægt stað þeim, sem ber nú nafnið
Munda Wanga. Hann bar svipmót
þess manns, sem kominn er á enda
langrar, grýttrar leiðar. En það
var einmitt á þessum afskektka
stað meðal frumstæðs fólks, að
þessi óljósi draumur hans, sem
blundað hafði í huga hans lengi
vel, fór að taka á sig skýra mynd.
KJARNI DRAUMSINS
Sander gerði yfirboðara sína
steinhissa, þegar hann bað um leyfi
til þess að flytja í niðurníddan kofa-
ræfil á bökkum Musombangomeár-
innar nálægt Chilanga, skömmu eft-
ir að han kom þangað. Þeir' urðu
samt við beiðni hans og jafnskjótt
var honum veittur réttur til 5 ekra
lands þarna við ána, og reyndist
þetta vera mjög þýðingarmikið,
því að það voru einmitt þessar ekr-
ur, sem urðu kjarni Munda Wanga.
Það var engin vatnsleiðsla í kofan-
um, en aftur á móti streymdi regn-
ið gegnum þakið. Það var ekkert
rafmagn, ekkert frárennsli. Næstu
nágrannar hans, og jafnframt þeir
ágengustu, voru heilar hjarðir mý-
flugna, er stigu sem ský upp frá
yfirborði árinnar. En Ralph Sander
fannst nýja heimilið samt gætt ein-
um miklum kosti. Þar var hann
aleinn og frjáls. Hann gat notfært
sér landið umhverfis kofann á hvern
þann hátt sem hann vildi.
Það leið langur tími, þangað til