Úrval - 01.10.1966, Side 23
SPURÐU OG HLUSTAÐU
21
ið siður að konan ætti að spyrjast
fyrir,“ sagði hún. „Þannig hefur
dróttningin af Saba farið að því með
Salómon konung. í Síðari Kroniku-
bókinni segir að „er hún kom til
Salómons, bar hún upp fyrir hon-
um allt sem honum bjó í brjósti.
En Salómon svaraði öllum spurn-
ingum hennar.“
É? fór nú að spyrja sjálfan mig,
hvað það mundi vera sem drottn-
ingin af Saba kunni svo vel að
spyrja, en ég ekki.
Ég færði þetta í tal við kunn-
ingja okkar, Dr. Harry Fosdick,
vitran mann og vinsælan. Hann
hugsaði sig um og sagði svo:
„Ef þessi list er til, þá hugsa ég
að hún sé í því fólgin að láta spurn-
ingu og svar mætast á miðri leið.
Sá sem spyr góðra spurninga hlýt-
ur að vera góður áheyrandi, og það
geta menn vitanlega aldrei gert sér
upp, heldur fer það eftir hugar-
fari og samstillingu."
Þetta lét ég mér að kenningu
verða, og þegar maðurinn minn
kom heim um kvöldið, óð ég ekki á
hann með spurningarnar, heldur
beið ég eftir því að hann byrjaði.
Þetta var dálítið erfitt fyrir mig, því
ég er því vönust að segja undir
eins það sem mér dettur í hug, en
þó sat ég á mér. Þögnin var nokk-
uð löng, en svo sagði hann: „Nú
er ég farinn að starfa að því að
koma upp nýrri verksmiðjunefnd
ÍC
Hann hélt áfram að lýsa þessu, og
ég þurfti ekkert að gera mér upp
áhuga, því nú hafði ég áhugann,
einmitt vegna þess að hann var að
tala um það sem honum var hug-
leikið. Þegar hann var búinn að
segja mér frá þessu, brosti hann
og sagði: „Þú skilur það að mér
þykir gaman að segja þér frá þeg-
ar þú hlustar svona.“ En hvað mér
þótti vænt um þetta!
Sá sem getur látið aðra finna að
hann nemi hugsanir þeirra ekki
síður en orðin, er gæddur ómetan-
legri gáfu. Það var alkunna, hvað
John F. Kennedy spurði skarplegra
spurninga og hlustaði vel á það sem
honum var sagt. Robert Saudek,
maður sem var í ráðum með hon-
um þegar þeir voru að undirbúa
„Profiles in Courage" undir sjón-
varp, sagði síðar svo frá að sér
hefði jafnan fundizt sem honum
lægi ekki meir á öðru en að tala
við sig — spyrja sig og hlusta á
sig með óskiptri athygli. „Kennedy
kunni það betur en nokkur annar
sem ég hef þekkt að hafa hugann
við stundina sem var að líða.“
„Stundin sem var að líða“. Þessi
orð snertu mig eins og elding. Ég
skildi það nú að ég hafði ekki verið
nógu nærfærin gagnvart bónda
mínum og börnum. Væri mér það
full alvara að skilja þau og vita
vilja þeirra, þá varð ég að sæta
lagi og spyrja hverrar spurningar
þegar tilefni gafst, en reyna ekki
að búa til tilefnin.
Ég var orðin reynslunni ríkari,
af viðleitni minni og mistökum.
Ég tók mér sæti og fór að gera
skrá þá, sem hér fer á eftir.
Hversu spyrja skal.
§ Sættu lagi að spyrja vel val-
innar spurningar, og bíddu svo eft-