Úrval - 01.10.1966, Side 47
GUL HITASÓTT
45
hitasótt er talin vera hin örugg-
asta, hættuminnsta og vara lengst
af öllum þeim fjölmörgu bólusetn-
ingum gegn sjúkdómum, sem hafð-
ar eru um hönd nú á dögum. f Mið-
og Suður-Ameríku og í Afríku hafa
verið gerðar hundruð milljóna af
bólusetningum. Vestan Atlantshafs
er veikin orðin afar sjaldgæf.
Öðru máli er að gegna í Afríku.
Gul hitasótt átti sér fastan sess í
höfnum í Vestur-Afríku, þar sem
Evrópumenn sönnuðu tilveru veik-
innar með því að deyja úr henni.
Inni í landi í Vestur-Afríku gusu
stundum upp minniháttar faraldrar,
eða einstök tilfelli meðal aðkomu-
manna. Sjaldan bar það við að
heimamenn fæddir í landinu fengi
veikina, svo að faraldur mætti kall-
ast. Hún var óþekkt í Mið-, Austur-
og Suður-Afríku. Árið 1930 tókst
Max Theiler, sem líklega hefur ver-
ið hinn fremsti af öllum veirufræð-
ingum, að finna „músaprófið", sem
segir til um það með öruggri vissu,
hvort maður hefur fengið gula hita-
sótt. Þetta próf sýnir það að ónæmi
gegn veikinni er algengt í skógar-
svæðinu í Vestur-Afríku og um-
hverfis miðjarðarbaug, og í Uganda
og Súdan, og jákvætt próf fannst
hjá fólki allt suður til Bechuana-
lands, Norður-Rhodesiu og Nyasa-
lands. Ekki hafði nokkur maður
vitjað læknis né verið lagður inn
á spítala með veiki þessa á þessu
svæði, að heitið gæti, og enn er
veikin óþekkt annars staðar en í
Vestur-Afríku. nema í Súdan. Árið
1940 gaus veikin upp í Nuba-fjöll-
um (Kordofan) og dóu 1627 svo vit-
að sé. Árið 1959 gaus hún upp við
Bláu Níl, og fluttist þaðan til Ethi-
ópiu, og 1961 geisaði sóttin yfir
mestallan suðvesturhluta landsins.
Þetta var hin skæðasta sótt, og dóu
85% af þeim sem veikrtust, aflls
15.000. Veikin má teljast landlæg
þarna, því aparnir hafa hana.
Moskítóflugur, sem borið geta
veikina, eru í ýmsum löndum í hita-
beltinu, þó veikin hafi aldrei bor-
izt þangað. Ef hún bærist til Ind-
lands, yrði hún ákaflega skæð, og
þessvegna er ekki slakað á sótt-
vörnum, og allir bólusettir, sem ætla
til þeirra landa þar sem hætta er
talin á veikinni.
Aedes Aegypti er auðvelt að út-
rýma á þeim svæðum, þar sem að-
gerðum sem til þess þurfa verður
við komið, en ekki í strjálbýli og
frumskógum. Apar munu ætíð hafa
veikina, þessvegna er stöðug hætta
á að hún gjósi upp þar sem lofts-
lag leyfir að flugur þessar þrífast.
En sem betur fer hafa aðgerðir gegn
veikinni borið góðan árangur, bæði
bólusetningin og annað, svo að lít-
il hætta ætti að vera á því að neinn
stór faraldur gangi. En samt er
betra að vera við öllu búinn, það
sýnir faraldurinn í Etíópíu.
Viðskiptavinur: „Er þetta svefnlyf i raun og veru kraftmikið?"
Lyfsalinn: „Já, herra. Við gefum vekjaraklukku með hverri flösku.“