Úrval - 01.10.1966, Page 60
58
ÚRVAL
nauðsynlegum undirbúningi. Einn
kennari notar þennan framburð,
annar hinn, og fer það venjulega
eftir því, hvaðan menn eru ættaðir
af landinu; og sama máli gegnir
auðvitað um okkur leikara, presta,
þingmenn, útvarpsþuli og aðra þá,
er skilyrði hafa til að móta fram-
burð öðrum fremur.
En það er satt að segja ekki vanda-
laust fyrir erlendan stúdent, sem
kemur hingað til fslands til þess að
læra að tala málið. Af kennslubók-
um í íslenzku fyrir útlendinga er
tæplega um annað að ræða en bók
dr. Stefáns Einarssonar annars veg-
ar og hins vegar bók Sigfúsar Blön-
dals, bókavarðar. En guð hjálpiþeim
stúdenti. sem ætlar að notfæra sér
báðar bækurnar, því þá Stefán og
Sigfús greinir á um aðalatriði þessa
máls. Hefur hvor sinn framburð. Er
þetta gott dæmi um ósamræmið og
óreiðuna, sem ríkir í þessum efnum
á íslandi.
Þeim, sem hafa haft eðlilegar á-
hyggjur út af þessu ófremdarástandi
tungunnar var því óblandið gleði-
efni, þegar dr. Björn Guðfinnsson
hóf rannsóknir sínar á íslenzkum
framburði. En upphaf þess máls var
það, að á haustþinginu 1939 hafði
verið áætlað nokkurt fé á fjárhags-
áætlun Ríkisútvarpsins „til málfegr-
unar eftir fyrirmælum kennslumála-
stjórnarinnar", eins og komizt var
að orði. Var þetta í fyrsta sinn, sem
fé var veitt til mállýzkurannsókna
á íslandi.
Tveim árum síðar, eða 1941, eftir
að rannsóknir voru hafnar, kom í
1 jós, að frekari fjárveitingar væri
þörf, en þáverandi forsætisráðherra,
Hermann Jónasson, sem einnig fór
með kennslumálin, hljóp þá undir
bagga og veitti aukinn styrk til
greiðslu ferðakostnaðar við mál-
lýzkurannsóknirnar, og árið 1946
kom svo út fyrsta bindi dr. Björns
um mállýzkur, þar sem saman voru
teknar niðurstöðurnar af rannsókn-
um hans.
Má segja, að rit þetta hafi ekki
verið byggt á sandi, því dr. Björn og
aðstoðarmenn hans rannsökuðu
framburð um það bil 10.000 manns,
víðs vegar um land, og var fram-
burður hvers hljóðhafa skráður á
sérstakt spjald. Dr. Björn hugsaði
sér þetta fyrsta bindi af tveim eða
þrem, en hann var lengst af heilsu-
veill maður og lézt fyrir aldur fram,
áður en hann fengi lokið þessu
mikla menningarstarfi. Var það stór-
skaði þessu merka máli, er hann féll
frá, því hann hafði sterkan áhuga
á samræmingu íslenzks framburðar
og var manna bezt til þess fallinn
að stjórna hinum umfangsmiklu og
tímafreku rannsóknum, sem nauð-
synlegar eru til undirbúnings þess
að við eignumst skynsamlegan og
fagran fyrirmyndarframburð á ís-
lenzku.
II.
Skal nú aðeins drepið á það,
hvernig dr. Björn Guðfinnsson sneri
sér í framburðarmálunum að lokn-
um mállýzkurannsóknum sínum; er
hér einungis rúm til að minnast á
nokkur meginatriði. Hann valdi úr
átta mállýzkuflokka, en þeir voru
þessir:
1) harðmæli — linmæli,