Úrval - 01.10.1966, Side 65
FRANK LLOYD WRIGHT
Eftir Mervyn Levy.
Þegar ægilegasti jarð-
skjálfti, sem sagan
greinir frá, lagði jap-
önsku borgirnar Tokyo
og Yokohama í rústir
árið 1923 og varð 250 þúsund mönn-
um að bana og gereyðilagði 500
þúsund hús, var Imperialhótelið í
Tokyo eitt þeirra fáu stórhýsa, sem
stóðust raunina án þess að láta
á sjá. Þegar byggingarnar umhverf-
is hrundu til grunna, riðaði hótelið
að vísu, en loft og veggir gáfu sig
ekki. Þegar ósköpin voru liðin hjá,
barst bandarískum arkitekt, Frank
Lloyd Wright að nafni, símskeyti
frá embættismanni japönsku stjórn-
arinnar. Skeytið var á þessa leið:
Hótélið stendur óskemmt sem minn-
minnisvarði snilli yðar. Beztu ham-
ingjuóskir.
Byggingin stóðst jarðskjálftann
ein.ungis af því, að hún var teiknuð
af miklum arkitekt, sem var jafn
snjall verkfræðingur og hann var
mikill listamaður. Þegar hann lézt
árið 1959, var hans minnzt í riti
Félags amerískra arkitekta á þá
lund, að þau afrek, sem unnin hafa
verið á sviði byggingarlistar á þess-
ari öld, væru óhugsandi án hans.
Þó var leið hans til frægðar ekki
auðsótt, og han var orðinn aldrað-
ur maður, þegar verk hans hlutu
almenna viðurkenningu. Eins og
allir nýsköpunarmenn og braut-
ryðjendur átti hann andstöðu og
jafnvel fjandskap að mæta hjá ýms-
um starfsbræðrum sínum.
Áður en við fjöllum um ævi þessa
merka manns, skulum við athuga
nánar í hverju framlag hans til
nútímabyggingarlistar var fólgið.
Byggingarmeistara nítjándu ald-
arinnar, bæði í Evrópu og Ameríku,
skorti algerlega allan frumleik. Þeir
reistu byggingar sínar í hefðbundn-
um stíl, einkum í svonefndum klass-
100 Great Lives
63