Úrval - 01.10.1966, Page 82

Úrval - 01.10.1966, Page 82
80 ÚRVAL niður í henni með því að leggja lófann yfir munn hennar. En það var um seinan. „Hérna‘“ hrópaði einn þeirra. „Þau eru hérna einhvers staðar, héma undir gólfinu“! Þeir urðu að ná í kúbein og losa fjalirnar með því. Við Sidney réð- umst á þá eins og úlfar, þegar þeir reyndu að toga Marion litlu upp. „Látið litlu systur vera“! æpti ég. „Komið ekki nálægt litlu systur minni“! En þeir voru of margir. Kraftar okkar þrutu nú.gersamlega, og bráð- lega höfðu þeir náð okkur og snúið handleggjum okkar aftur fyrir bak og héldu okkur þannig föstum. „Vesalings krakkakjánarnir", sagði einn þeirra. „Ég skil bara ekki, hvernig þau hafa getað haldið í sér líftórunni". Næstu daga komumst við að því, að mennirnir, sem höfðu bjargað lífi okkar, reyndust vera sannir vin- ir. Þeir þvoðu okkur og gáfu okk- ur góðan mat að borða. Þeir grófu gröf handa mömmu og lögðu hana í hana. Og þegar pabbi kom heim með hinar systur okkar 6 dögum síðar, afhentu þeir honum okkur heil á húfi. Mamma hafði verið vön að krota X á dagatalið, þegar hver dagur var að kvöldi kominn. Síðasta X-ið, sem hún hafði krotað ,stóð við 27. maí, 1920, og mennirnir á Teddy H. fundu okkur þann 10. júní. Allir sögðu, að það væri sannkallað kraftaverk, að við skyidum hafa lif að þetta af. Og síðar kom það fyrir æ ofan í æ víðs vegar um Alaska, að fólk spurði mig, þegar það heyrði nafn mitt, hvort ég væri einn af Hunt- ingtonbörnunum, sem höfðu lifað þessa þolraun af. Vetrarkofi byggður. Snemma í ágústmánuði kom séra Fred Drane við hjá okkur. Hann var á sinni árlegu ferð upp með ánni. Hann hélt guðsþjónustur og skírði börn í þorpunum á leiðinni. Hann bað fyrir mömmu og síðan bauðst hann til að fara með okkur börnin, öll fimm að tölu, og koma okkur fyrir í trúboðsskólanum í Anvik. Pabba sveið það sárt, að þurfa að skilja við okkur, en hann átti einskis annars úrkosta. Anvik er við Yukonána, á flat- lendinu í vesturhéruðum Alaska, ekki langt frá Beringhafi. Fólkið þar var okkur mjög gott, en ég átti erfitt með að semja mig að siðum hvítu mannanna. Ég hafði át heima á afskekktum stað allt frá fæðingu og ég var klaufalegur og feiminn innan um svona margt fólk. En ég fékk nóg að borða og ég lærði að lesa og skrifa. Við hlökkuðum alltaf mest til heimsóknar pabba, sem kom til okk- ar á hverju vori. Það var hápunkt- ur ársins. Hann hafði enga eirð í sér til þess að reka verzlun einn, svo að hann hafði verið á hálfgerð- um flækingi. Öðru hverju hafði hann stundað veiðar og stundum grafið eftir gulli, þegar hann heyrði um líklega staði. Við Sidney grát- bændum hann alltaf um að taka okkur með sér. „Ég geri það ein- hvern tíma“, svaraði hann alltaf,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.