Úrval - 01.10.1966, Qupperneq 82
80
ÚRVAL
niður í henni með því að leggja
lófann yfir munn hennar.
En það var um seinan. „Hérna‘“
hrópaði einn þeirra. „Þau eru
hérna einhvers staðar, héma undir
gólfinu“!
Þeir urðu að ná í kúbein og losa
fjalirnar með því. Við Sidney réð-
umst á þá eins og úlfar, þegar þeir
reyndu að toga Marion litlu upp.
„Látið litlu systur vera“! æpti ég.
„Komið ekki nálægt litlu systur
minni“!
En þeir voru of margir. Kraftar
okkar þrutu nú.gersamlega, og bráð-
lega höfðu þeir náð okkur og snúið
handleggjum okkar aftur fyrir bak
og héldu okkur þannig föstum.
„Vesalings krakkakjánarnir", sagði
einn þeirra. „Ég skil bara ekki,
hvernig þau hafa getað haldið í
sér líftórunni".
Næstu daga komumst við að því,
að mennirnir, sem höfðu bjargað
lífi okkar, reyndust vera sannir vin-
ir. Þeir þvoðu okkur og gáfu okk-
ur góðan mat að borða. Þeir grófu
gröf handa mömmu og lögðu hana
í hana. Og þegar pabbi kom heim
með hinar systur okkar 6 dögum
síðar, afhentu þeir honum okkur
heil á húfi.
Mamma hafði verið vön að krota
X á dagatalið, þegar hver dagur var
að kvöldi kominn. Síðasta X-ið, sem
hún hafði krotað ,stóð við 27. maí,
1920, og mennirnir á Teddy H.
fundu okkur þann 10. júní. Allir
sögðu, að það væri sannkallað
kraftaverk, að við skyidum hafa lif
að þetta af.
Og síðar kom það fyrir æ ofan
í æ víðs vegar um Alaska, að fólk
spurði mig, þegar það heyrði nafn
mitt, hvort ég væri einn af Hunt-
ingtonbörnunum, sem höfðu lifað
þessa þolraun af.
Vetrarkofi byggður.
Snemma í ágústmánuði kom séra
Fred Drane við hjá okkur. Hann
var á sinni árlegu ferð upp með
ánni. Hann hélt guðsþjónustur og
skírði börn í þorpunum á leiðinni.
Hann bað fyrir mömmu og síðan
bauðst hann til að fara með okkur
börnin, öll fimm að tölu, og koma
okkur fyrir í trúboðsskólanum í
Anvik. Pabba sveið það sárt, að
þurfa að skilja við okkur, en hann
átti einskis annars úrkosta.
Anvik er við Yukonána, á flat-
lendinu í vesturhéruðum Alaska,
ekki langt frá Beringhafi. Fólkið
þar var okkur mjög gott, en ég
átti erfitt með að semja mig að
siðum hvítu mannanna. Ég hafði
át heima á afskekktum stað allt
frá fæðingu og ég var klaufalegur
og feiminn innan um svona margt
fólk. En ég fékk nóg að borða og
ég lærði að lesa og skrifa.
Við hlökkuðum alltaf mest til
heimsóknar pabba, sem kom til okk-
ar á hverju vori. Það var hápunkt-
ur ársins. Hann hafði enga eirð í
sér til þess að reka verzlun einn,
svo að hann hafði verið á hálfgerð-
um flækingi. Öðru hverju hafði
hann stundað veiðar og stundum
grafið eftir gulli, þegar hann heyrði
um líklega staði. Við Sidney grát-
bændum hann alltaf um að taka
okkur með sér. „Ég geri það ein-
hvern tíma“, svaraði hann alltaf,