Úrval - 01.10.1966, Qupperneq 88
86
ÚRVAL
fJeirum. Þú get-ur reiknað með því,
að þeir séu einhvers staðar ekki
langt undan. Og sýndu engin ótta-
merki. Sýnir þú einhver merki um
ótta, hvetur slíkt þá til árásar.
Enda reyndist það svo, að úlfur-
inn var ekki einn á ferð. Þegar ég
hafði gengið svolítinn spöl, kom ég
auga á a.m.k. 20 úlfa, sem biðu
eftir því, að foringi þeirra, sem ég
hafði fyrst komið auga á, ætti frum-
kvæðið að sókninni gegn mér.
Þeir hnipruðu sig saman uppi í
brekkunum vinstra megin, og þeir
voru einnig hægra megin við mig
niðri á jafnsléttu. Kolsvört, glóandi
augu þeirra litu 'aldrei af mér eitt
augnablik.
Ég hélt áfram að miða byssu-
hlaupinu á stóra úlfinn, sem var
framundan mér, án þess að hækka
það, og ég fann fingurinn rjála við
gikkinn. Ég var nú kominn svo
nálægt honum, að ég hefði örugg-
lega getað drepið hann. En það var
aðeins hægt að setja eina kúlu í
riffilinn í einu. og mér hefði sjálf-
sagt ekki gefizt tóm til þess að
hlaða hann oft og hleypa af, áður
en öll hjörðin hefði steypt sér yfir
mig. Ég hélt því áfram göngu
minni, og ég var kominn rétt að
foringjanum, þegar hann vék til
hliðar. En það var honum augsýni-
lega ekki að skapi, því að hann
urraði og glefsaði í áttina til mín, og
ég fór rétt fram hjá honum.
En hann hafði ekki ætlað sér að
sleppa mér svona auðveldlega. Hann
leyfði mér að halda áfram svo sem
um 10 fet og byrjaði svo að elta mig.
Og hjörðin fylgdi fordæmi hans.
Þeir komu nær og nær beggja meg-
in við mig, er foringi þeirra lokaði
smám saman bilinu á milli.
Ég vissi, að svona gæti þetta
ekki gengið miklu lengur. Nú sneri.
ég orðið í hann bakinu, og því óx
honum nú ásmegin. Hann urraði að
mér og tók öðru hverju undir sig
stökk og glefsaði. Hann kom svo
nálægt mér, að tennur hans snertu
næstum ökkla mína.
Brátt mundi hann ekki hika leng-
ur í sókn sinni, heldur stökkva á
mig, kannske í næsta skipti eða þar
næsta. Og ég mundi falla til jarð-
ar, strax og hann stykki á mig.
Hann var áreiðanlega 30 pundum
þyngri en ég. Og á sama augnabliki
mundi öll hersingin ráðast á mig.
Það jafngilti sjálfsmorði að nema
staðar, og það var þýðingarlaust að
hlaupa og ómögulegt vegna snæv-
arins. Ég tók því þá ákvörðun, að
það væri bezt, að ég léti til skarar
skríða gegn þeim án frekari biðar,
meðan ég var enn uppi standandi.
Hæfði ég hann ekki í fyrsta skipti,
mundi öll úlfahjörðin hafa steypt
sér yfir mig, áður en mér tækist að
koma nýrri kúlu í riffilinn. En ég
átti ekki annarra kosta völ. Ég
sveiflaði byssunni aftur fyrir mig í
átt frá mittinu, miðaði snöggt en
af varkárni á foringjann, hleypti af
og hæfði hann beint á milli augn-
anna.
Þá fékk ég sönnun fyrir því,
hversu grimmir og huglausir úlfarn-
ir eru í raun og veru. Skothvellur
inn virtis lama þá sem snöggvast.
Svo tóku þeir til fótanna, en í stað
þess að ráðast á mig, réðust þeir að
öruggari bráð, sinum fallna foringja.
Þeir steyptu sér yfir hann sem ör-