Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 92
90
ÚRVAL
gatið til bráðabirgða, ýttum við
bátnum á flot og rerum til Nulato,
sem er 20 mílum neðar við ána, en
þar vonuðumst við til þess að geta
fengið aðstoð til að koma gömlu
vélinni í gang aftur.
Það leið ekki á löngu, þar til all-
ir þeir, sem vit þóttust hafa á vél-
um í Nulato, voru komnir niður að
bátnum til þess að reyna að koma
vélinni í gang. Fyrst var hún hreins-
uð og snyrt, en þrátt fyrir margar
tilraunir gekk mjög illa að koma
henni í fullkominn gang. Slíkum
tilraunum var haldið áfram í þrjá
daga samfleytt, en allt kom fyrir
ekki. Mér hafði dottið einn mögu-
leiki í hug, en pabbi sagði mér, að
ég skyldi ekki skipta mér af þessu,
þar eð þessir menn þekku vel á
alls kyns vélar.
Sá, sem síðast hafði reynt, leit
að lokum upp fr'á grúski sínu. Og
þegar hann sú, af hvílíkri ákefð
ég fylgdist með grúski hans, spurði
hann mig stríðnislega, hvort ég vissi
kannske, hvað væri að.
„Ég held, að hún sé ekki rétt
tengd“, sagði ég. „Ef þú skiptir um
tengingu, setur númer 2, þar sem
númer 4 er, þá held ég, að hún kom-
ist í fullan gang“.
„Jæja, sonur sæll, reyndu það
sjálfur", sagði hann glottandi. „Þér
getur ekki gengið verr en okkur
hinum“.
Mér fannst fingur mínir vera sem
klær, þegar ég byrjaði að eiga við
vírana. En þegar ég hafði tengt þá
eins og ég vildi og mennirnir sneru
sveifinni, þá fór vélin strax í gang.
Mennirnir slógu sér á lær og hlógu
og hlógu. Upp frá því byrjaði fólk
að biðja mig um að gera við vél-
arnar sínar, og það biður mig þess
enn þann dag í dag.
Næsta vika fór í að smíða „fiski-
hjól“. Það er útbúnaður, sem settur
er í vatnið, en á hjólinu eru fest
8—10 net. Straumurinn snýr hjól-
inu líkt og mylluhjóli og fiskarnir,
sem fram hjá fara, sópast inn í net-
in og þau kasta þeim síðan í stórt
trog. Þegar smíðinni var lokið, fest-
um við hjólið framan á bátinn, þann-
ig að það skagaði langt fram yfir
stefnið. Við bundum litla bátinn aft-
an í og sigldum svo um 12 mílur
niður með ánni. Þar tjölduðum við
og dvöldum þar nokkra daga við að
smíða reykhús og fiskitrönur.
Svo byriuðu laxarnir að ganga
upp ána. Ég hafði aldrei séð neitt
slíku líkt. Þeir komu æðandi upp
ána líkt og holskefla og börðust um
sundrýmið. Þeir stukku langt upp
úr vatninu, þegar hálfsokknir trjá-
stofnar urðu á vegi þeirra. Þeir
neyttu ýtrustu krafta til þess að
komast aftur upp í vötnin, sem þeir
höfðu sjálfir hafið lífsgöngu sína í
til þess að hrygna þar og til þess
að deyja. f hvert skipti sem net
snerist við hjólsnúninginn, duttu
4—5 fiskar ofan í trogið. Við unn-
um baki brotnu, allir þrír, hömuð-
umst við að gera að fiskinum og
hengja hann upp í trönurnar. Og
við höfðum varla undan fiskihjól-
inu.
Pop Russell, kaupmaðurinn í Nul-
ato, kom skyndilega í heimsókn dag
nokkurn, þegar við höfðum dvalið
þarna í um eina viku. Hann sagð-
ist hafa verið að velta því fyrir
sér. hvernig okkur farnaðist á vetri
/