Úrval - 01.10.1966, Page 97

Úrval - 01.10.1966, Page 97
VIÐ ENDAMÖRK AUÐNANNA 95 öðrum kosti hefði hann stirðnað um of. Og næsta dag tók ég burt saum- garnið og rétti honum spegil. Hann leit alls ekki sem verst út. Örin voru bein og heilleg. Að vísu hafði mér ekki tekizt að ná alveg réttri stefnu á annað munnvikið, svo að hann virtist vera að glotta að ein- hverju. En hann var bara ánægð- ur. ,,HVar lærðirðu að sauma fólk saman“? spurði hann. „Á eins erfiðan hátt og hugsazt getur“, svaraði ég, „með því að æfa mig á þér“. Samkvæmislíf í snjóhúsi. Éiginkona mín og dóttir slógust með í förina, þegar ég hélt af stað á vetrarveiðarnar. „Það getur varla verið verra fyrir mig en að híma þarna ein með barnið", sagði Cece- lia. En hún var ekki eins vön og ég að hafast við þarna úti í auðn- inni, svo að við ákváðum að halda til Cutoff til þess að halda þar jól- in og ná okkur í nýjar birgðir. Þar biðu okkar slæmar fréttir. Verzlunin þar hafði brunnið til kaldra kola, og það var enginn mat- ur til í öllum bænum að undanskild- um svolitlum slatta af nýju kjöti. Við Cecelia ræddum málið um nóttina. Ég minntist þess, að Eski- móadrengurinn hafði skýrt okkur frá verzlun, sem væri ekki langt frá Kobuk eða um 100 mílum norðar. Tækist mér að fá nokkra menn með mér, gætum við farið þangað með nokkur loðskinn og selt þau þar og keypt nauðsynjar handa bæjarbú- um fyrir andvirði þeirra. Það var enginn skortur á sjálf- boðaliðum. Enginn okkar hafði nokkru sinni komið í Eskimóa- byggðir áður, og nú virtist ve'ra fengið gott tækifæri til þess að sjá þær. Við lögðum af stað snemma næsta morgun. Við vorum 5 tals- ins og með 4 hundaeyki. Og viku síðar komum við til Kobuk. Fólkið streymdi þar út úr hverj- um kofa og þyrptist utan um okk- ur. Það þvaðraði og starði á okkur, eins og við værum komnir úr öðr- um heimi. Og það var í rauninni staðreynd: Þessi staður var eins furðulegur í okkar augum og við vorum í augum Eskimóanna. Ekk- ert var gert úr viði. Kofarnir litu nákvæmlega eins út og kringlóttu snjóhúsin, sem sjá má í mynda- bókum. Þeir voru í rauninni byggð- ir úr torfhnausum, og síðan voru snjókögglar lagðir utan á þá til frekara skjóls. Skyndilega heyrði ég einhvern kalla: „Jim Huntington“! Sá, sem kallaði, var Eskimóadrengurinn, sem hafði komið til okkar sumarið áður ásamt manninum, sem ég hafði saumað saman. „Hvað ertu að gera hérna“? spurði hann. Þegar ég sagði honum, að við hefðum komið hingað til þess að kaupa vistir. sagði hann, að verzlun- in væri 8 mílum ofar við ána. Svo heimtaði hann, að ég kæmi og borð- aði heima hjá honum. Hann sagði eitthvað við hina Eskimóana á máli þeirra, og á næsta augnabliki sá ég, að farið var burt með hundana okkar til að gefa þeim, og síðan voru félagar mínir einnig teymdir burt, og var farið með þá inn í sinn hvérn kofa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.