Úrval - 01.10.1966, Page 101
VIÐ ENDAMÖRK AUÐNANNA
99
undirbúning fyrir keppnina. Eg
fékk lánaðan heilan hóp af hundum
og svo hélt ég áfram að velja úr
þeim, þangað til eftir voru 14 þeir
beztu. Ég lét þá draga risavaxinn
trjábol góðan spöl á hverjum degi,
þangað til þeir voru orðnir alveg
lafmóðir, og þannig ætlaði ég mér
að auka styrk þeirra og þolni smám
saman. Ég reyndi einnig að auka
hraða þeirra með því að láta þá fara
eins og þeir komust niðri á slétt-
unni. Ég hljóp svo á eftir sleðan-
um þangað til ég var orðinn alveg
lafmóður og var að því kominn að
gefast upp.
Þegar komið var fram í febrúar-
mánuð, var ég reiðubúinn til að
halda til Fairbanks, sem var í um
600 mílna fjarlægð.
Allir héldu, að ég væri orðinn al-
veg snarbrjálaður. Cecelia var einn-
ig á sömu skoðun og aðrir. En nú
vildi svo til, að gullnámufélag eitt
bauð mér 1.000 dollara greiðslu fyr-
ir réttindi til gullleitarsvæðis nokk-
urs, sem ég hafði áður leitað á um
tíma og aflað mér réttar til. En ég
varð að koma til Fairbanks til þess
að undirrita þar sölusamninginn.
Þessi sérstaka heppni gerði mér það
fært að senda hundana þangað flug-
leiðis.
Þetta var erfiður 90 mílna kapp-
akstur. Fyrsta daginn ókum við eft-
ir óruddri slóð, sem lá til námu einn-
ar. Við vorum næstum komnir að
þessu lokamarki fyrsta dagsins, þeg-
ar við komum að brekku, sem var
svo brött, að bremsurnar dugðu
ekki, þegar haldið var niður hinum
megin. Sleðinn rann á tvo síðustu
hundana og meiddi þá svo illilega,
að þeir gátu ekki hlaupið. Ég tók
aktygin af þeim og lagði hundana
á sleðann. En samt varð ég sá fimmti
að markinu.
Þegar við vorum lagðir af stað til
Fairbanks aftur næsta dag, en þar
skyldi kappakstrinum ljúka, voru
því aðeins 10 hundar til þess að
draga sleðann minn, en hinir tveir
lágu á honum. Sleðinn var því þung-
ur í drætti og það miðaði fremur
hægt áfram. En þegar ég komst nið-
ur á flatirnar í um 5 mílna fjar-
lægð frá lokamarkinu, gerði ég mér
grein fyrir því, að ég var kominn
næstum á hælana á hundaeyki því,
sem var næst á undan mér, en það
var það fjórða í röðinni. Ég minnt-
ist þess, að 4. verðlaun námu 500
dollurum. Því keyrði ég hundana á-
fram allt hvað af tók.
Við nálguðumst eykið meira og
meira. Við vorum ekki enn komnir
fram úr því og vorum nú komnir
inn á aðalgötu borgarinnar ekki
langt frá lokamarkinu. En þá urðu
hundarnir í eykinu rétt á undan
skyndilega yfir sig hrifnir af eld-
rauðri bensíndælu á bensínstöð
einni. Þeir skokkuðu upp að dæl-
unni þrátt fyrir bölv og hótarnir
ekilsins og hringsóluðu þrjá hringi
í kringum hana. Þegar ég hljóp fram
hjá þeim, sá ég, að eykið við bensín-
dæluna var komið í næstum óleys-
anlega flækju. Ég var því alveg ör-
uggur um fjórðu verðlaunin.
Allir þyrptust utan um sigurveg-
arana. Allir vildu kaupa glas eða
máltíð handa okkur, og útvarps-
fréttamaður einn var alltaf að kalla
á okkur og biðja okkur að ganga
að hljóðnemanum, sem hann hélt