Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 110
108
ÚRVAL
veturna gæti ég farið að stunda
veiðar á nýjan leik og nurlað sam-
an nokkru fé, þangað til ég gæti
komið mér upp verzlun aftur.
Kannske átti það jafnvel fyrir mér
að liggja að giftast aftur.
Og þannig fór þetta í stórum
dráttum, hvað atvinnuna snerti,
stýrimannsstarfið, nýju verzlunina,
já, þetta allt saman. Og á árinu 1962
eignaðis ég líka góða konu. Það
setur að mér hroll, þegar mér verð-
ur hugsað til þess, hversu auðvelt
það hefði verið fyrir mig að gefast
upp á hinum myrku dögum örvænt-
ingarinnar rétt eftir eldsvoðann. Og
þess vegna met ég þetta nýja góða
líf mitt mjög mikils, og segi fólkinu
mínu, Indíánunum, að það sé unnt
að hrinda slíku og þvílíku í fram-
kvæmd, að sjá drauma sína upp-
fyllast. Kannske er það svolítið erf-
iðara fyrir Indíána. Kannske tekur
það svolítið lengri tíma. En það er
gerlegt.
LEYNILÖGREGLUMAÐURINN MEÐ SJÁLFVIRKA HEILANN
Lögregluþjónn í New York, sem situr í lögreglubíl við vegarbrún-
á fjölförnum þjóðvegi og fyllast kann tortryggni gagnvart einhverjum
ökumanni, sem fram hjá fer, getur nú sannprófað það á 30 sekúndum,
hvort þessi tortryggni hans hefur við nokkur rök að styðjast.
Með hjálp útvarpssendistöðvar getur hann nú sent samstarfsmönnum
sínum á lögreglustöðinni skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, sem fram
hjá fer, en þeir mata síðan rafreikni á upplýsingum þessum.
Innan sekúndu hefur rafreiknirinn borið númer þetta saman við
þúsundir númera á bílum, sem lýst.hefur verið eftir í sambandi við
ýmsa glæpi, allt frá morðum til þjófnaða.
Hálfri minútu síðar veit lögregluþjónninn í bílnum, hvort hann á
að elta hinn grunsamlega ökumann og taka hann fastan eða snúa sér
að öðrum störfum.
Þetta hraðvirka samanburðakerfi gengur undir nafninu „Coral", sem
myndað er úr upphafsstöfum hins fulla heitis (Computer Oriented Re-
trieval of Auto Larcenists).
Þar eð bílar eru á einn eða annan hátt tengdir 70% allra þeirra glæpa,
sem tilkynntir eru, álítur lögreglan í New York, að ,,Coral“-kerfið sé
beittasta vopn hennar í baráttunni við glæpalýðinn.
Verið er einnig að reyna kerfi þetta í öðrum bandarískum borgum.
I Chicago er fjarskiptamiðstöðin x aðalstöðvum lögreglunnar í tengsl-
um við rafreikni.
Lögregian í Chicago notar rafreikni til þess að hafa vakandi auga
með ýmsum tilhneigingum i glæpaheiminum og geta sér til um það
með einhverjum líkum, á hvaða svæðum glæpir eru líklegir til að fara
vaxandi hverju sinni, svo að hægt sé að senda þangað aukið lögreglu-
lið fyrir fram. • • : /