Úrval - 01.10.1966, Side 114
112
hæfileika. Hún virtist geta . unnið
verk alveg eftir því, sem þarfir bý-
kúpunnar í heild kröfðust. Og nú
fóru allir býflugnagrúskarar af stað
til að athuga, hversu mikill þessi
aðlögunarhæfileiki væri.
Frú Perepelova leiddi enn í þess-
um rannsóknum og voru uppgötv-
anir hennar og tilraunir mjög at-
hyglisverðar.
Hún fjarlægði sjálfa drottninguna
og lirfurnar úr býkúpunni til þess
að komast að, hvað þernurnar tækju
til bragðs.
Það liðu nokkrar klukkustundir
áður en þess varð-vart í býkúpunni
að sjálf drottningin væri horfin og
með henni lirfurnar. En svo varð
það, að ein þernan lyfti fálmurum
sínum og byrjaði að þreifa fyrir sér
og snúast í hringi. Hún gaf nær-
staddri vaxþernu mat og þessi vax-
þerna barði vængjunum og innan
lítillar stundar hafði angistin grip-
ið þær og hún breiddist út um alla
býkúpuna þar til að þar ríkti alls-
herjar samfellt kvein, og allur hóp-
ur skalf eins og hann væri haldinn
ákafri veiki.
Nokkrar vikur liðu og frú Perepe-
lova fylgdist með, hvernig nokkrar
þernanna hlupu yfir hina tómu æxl-
unarklefa og vaxkonurnar þrýstu
hausnum langt niður í þá. Og
nokkru síðar skeði undrið. Svo á-
kafur og mikill var viljinn til lífs-
ins, að hinar „ófrjóu" þemur byrj-
uðu að verpa eggjum. Matþernur
sveimuðu umhverfis þessar móður-
þernur og færðu þeim býflugna-
mjólk. Hægt og með erfiðismunum
verptu þessar raunverulegu vinnu-
þernur sex til átta eggjum, en
ÚRVAL
drottningar verpa 2 til 3 þúsund
eggjum daglega.
Ályktun frú Perepelova var þessi:
Þegar drottningin er farin, hverfur
einhver sú hindrun, sem hefur gert
þernurnar ófrjóar.
Býflugnafræðingar um allan heim
lögðu sig nú alla fram við að finna,
hvað fleiri kraftaverk býkúpan
gæti gert til að lækna sár sín og
halda lífinu. Mykola H. Haydak,
sem nú starfar við rannsóknarstofn-
un landbúnaðarins í Minnesota, tók
æxlunarklefa úr býkúpu og ein-
angraði hann. Síðan ók hann nokkr-
ar nýfæddar býflugur og lagði þær
við hann.
Þarna voru engar matþernur, eng-
ar hreingerningarþernur, engar
varðþernur, engar vaxþernur, eng-
ar veiðiþernur. Hann beið.
Það skeði kraftaverk. Allri þró-
uninni var skyndilega hraðað langt
umfram það, sem eðlilegt var og
þriggja daga gamlar býflugur lögðu
upp í könnunarleiðangra í leit að
blómum umhverfis kúpuna en aðr-
ar fóru að byggja vaxklefa. Venju-
lega byrjar sú starfsemi ekki fyrr
en á fjórtánda degi. Aðrar af hinum
ungu býflugum fóru á fjórða degi
að safna frjódufti. Eftir örvænting-
arfulla baráttu sem stóð í viku, fór
þessi snemmþroskaða býkúpa að
starfa eðlilega.
Þegar þessar rannsóknir Haydaks
voru kunnar, fóru menn að brjóta
heilann um hvort býflugan gæti ekki
alveg snúið við allri eðlilegri lífs-
starfsemi sinni.
Frú Vasilja Moskovljevic í Júgó-
slavíu tók 503 veiðiþernur, allar 28
daga gamlar og allar steingeldar af