Úrval - 01.10.1966, Page 120
118
ÚRYAL
valdið því að hjartveikur maður fái
kast að nóttu. Svo virðist sem rann-
sóknir ætli að staðfesta þetta, and-
arteppuköst koma oftast þegar sá
þáttur svefnsins, sem draumar
fylgja, stendur yfir.
Þegar maður er vakinn af REM
eða draumsvefni um miðja nótt,
breytast draumarnir oft úr óljósum
atriðum, sem varla eru frábrugðin
daufum hugrenningum um hið nær-
tæka og alvanalega — dagleg störf
og tómstundaiðkanir, heimili og
kunningja — í langtum skýrari
drauma, fjarlæga veruleikanum
fjarræna eða fáránlega, það sem eft-
ir er nætur. Ef til vill er þarna að
finna lykilinn að skilningi á eðli
drauma.
Lífeðlisfræðingar, sem einkum fást
við rannsóknir á taugakerfinu, og
hafa haft til þess ketti, hafa fund-
ið óvenjulegt fjör í aðalstöðvum
heilans meðan þá dreymir, þar sem
minni og tilfinningar eiga sæti. Ef
til vill hafa nýjar endurminningar
tvinnazt hinum eldri. runnið saman
í hærri einingu, þar sem raknað
hefur úr gömlum minnisþáttum.
Draumar til Iækninga. Bæði REM-
svefn og delta-svefn virðast vera
lífsnauðsyn. Dr. William C. Dement
prófessor við Stanfordháskóla tók
eftir því að þegar hann svipti til-
raunamenn sína (eða dýr) REM-
svefni (en leyfði þeim að njóti hinna
þáttanna), urðu skjótt breytingar á
heilanum bæði hjá dýrum og mönn-
um, jafnvel þó að hegðun þeirra
virtist ekki breytast. Næstu nótt eft-
ir þetta virtist vera aukin þörf á
draumsvefni, og þegar þeim loks
var leyft að njóta allra drauma
sinna, hófst „draumsvall“ — það
var eins og þeir þyrftu að vinna
upp og meira til það sem þeir höfðu
tapað úr.
Sumir geðsjúklingar og elliær
gamalmenni hafa óeðlilega stuttar
eða strjálar draumfarir, og einnig
þeir sem skortir eirð til að sofa vel,
og þeir sem drukkið hafa óhæfilega
stóran skammt af áfengi, svefnlyfj-
um, amfetamíni eða deyfilyfjum.
Lífeðlisfræði draumlífsins er nú
sem stendur mikið rannsóknarefni.
Sumir halda að unnt verði að lækna
geðsjúkdóma með nokkurskonar
draumlækningum, gefa sjúklingun-
um efni sem eykur draumsvefn og
drauma. Til þess eru nokkur efni
fáanleg, þ.á.m. hafa sjúlkingumþess-
um verið gefnar örsmáir skammtar
af LSD, — með þeim árangri, að
draumsvefninn hefur aukizt.
Við vitum nú að svefnskammtar,
áfengi, deyfilyf og róandi lyf, valda
manni ekki eðlilegum svefni. Þessi
efni breyta svefninum, REM-svefn-
inn verður styttri og strjálli. Örv-
unar- og hressingarlyf, eins og am-
fetamín hafa sömu áhrif.
Ekki er minnst vert um þá vitn-
eskju, að svefnleysi og ófullnægj-
andi svefn stafa af margvíslegum
orsökum. Ef maður þjáist af lang-
vinnu svefnleysi, hlýtur til þess að
vera einhver sérstök ástæða, og það
er einungis á valdi læknis að skera
úr um það hvaða lyf skuli gefa.
Svefnlyf, sem svæfir einn, getur
gert annan svefnvana, lyf sem ætl-
að er til að hugga og friða, hefur
gert þunglyndan mann enn þung-
lyndari.