Úrval - 01.10.1966, Qupperneq 122
ÚRVAL
120
Hvaða gagn er manni að því að
sofa? Hvernig er varið þessari end-
urnæringu, sem svefn veitir? Ekki
hefur enn tekizt að svara því, svo
öruggt sé talið.
Ef maður vakir í nokkra sólar-
hringa, má glöggt finna, að svefn
er lífsnauðsyn. Þeir sem gefa kost
á sér til slíkra rannsókna, verða
fyrst bráðir í lund, og hvernig sem
farið er að, blunda þeir við og við,
ef til vill svo eldsnöggt, að þeir
verða þess ekki varir. Vanh'ðan fer
vaxandi eftir því sem lengra líður.
Minnið bilar. Þeir fara að sjá of-
sjónir, komast í uppnám af litlu til-
efni, dettur ýmiskonar vitleysa í
hug, verða ringlaðir. AÍjð síðustu
fara þeir að hegða sér eins og brjál-
aðir menn. Fullkomið óvit kemur
hjá flestum eftir 100 klukkutíma.
Langvinnt svefnleysi, sem sjaldan
leiðir af sér slíkar hrellingar, svo
algengt sem það annars er, hefur
verið athugað á ýmsum rannsókn-
arstofum. Ef svefntími manns er
styttur í fjóra tíma, breytist tíminn,
sem hinir ýmsu þættirsvefnsins taka
annars. Delta-svefn og REM-svefn
taka þá meira rúm, en sá tími, sem
hinir lausari þættir taka, styttist að
sama skapi. Til eru þeir menn sem
virðast komast af með tveggja tíma
svefn á nóttu, sér að skaðlausu.
Vísindamenn, sem við þetta fást,
álíta að unnt verði að láta menn
sleppa hinum léttari þáttum svefns-
ins, láta þá nægjast með hinn djúpa
svefn, delta-svefninn og draum-
svefninn. Mundi þá vinnast tími á
sólarhr. hverjum, sem svara mundi
til tuttugu ára á langri ævi. En nú
sem stendur er þó helzt að sjá, að
á næstunni verði ekkert við því
haggað, sem náttúran hefur búið í
haginn fyrir okkur um aldaraðir.
Gátu- og þrautasérfræðingurinn Martin Gardner skýrir frá því, er
hann var að reyna með góðum árangri ýmsar lævislegar spurningar,
sem hinn frægi stærðfræðingur Kirby Baker bjó til. Ein sagan hljóðar
svo:
„Ég hef þrjár spurningar fram að bera,“ sagði Gardner við unga
stúlku," og hverri spurningu skal svara með jái eða neii. Fyrsta spurn-
ingin hljóðar svo: Viljið þér lofa því að svara þessari og næstu spurn-
ingu sannleikanum samkvæmt?" Unga stúlkan brosti og samþykkti
það. Gardner hélt þá áfram: „Önnur spurningin er svohljóðandi: Ef
þriðja spurning mín er á þessa leið: „Viljið þér borða kvöldmat með
mér í kvöld?“ munuð þér þá svara þeirri spurningu á sama hátt og
þér svarið þessari spurningu?"
Vesalings stúlkan hafði auðvitað látið veiða sig í gildru, Því að hún
hlaut í rauninni að svara þeirri þriðju játandi, hvort svarið sem hún
gæfi við þeirri annnarri. Og þau áttu indælt kvöld saman.
Scientific American