Úrval - 01.10.1966, Side 125
TOSCANINI
123
hafi ekki verið innilega tengd túlk-
un hans á því tónverki, sem verið
var að leika hverju sinni. Hann
stjórnaði tónlistinni, ekki hljóm-
sveitinni.
Vildi hann fá undurþýðan og ljúf-
an tón, lagði hann fingurgóm vinstri
vísifingurs að vörum sér, líkt og
hann vildi segja ofur lágt: „Suss,
suss!“ Þegar hann vildi leggja á-
helzlu á enn innilegri blæ, lagði
hann vinstri hönd á hjartastað og
lét hana titra þar blíðlega, líkt og
hann væri að leika „breiða vibra-
to“ á knéfiðlu. „Leikið með hjart-
anu, ekki með hljóðfærunum!“
sagði hann .
Þegar tónlistin varð sérstaklega
angurvær eða jafnvel harmþrung-
in, líkt og í lok jarðarfararmarsins
í Eroicu Beethovens, hnipraði hann
sig örlítið saman, hallaði sér í átt-
ina til okkar og gaf til kynna með
tónsprota sínum ,að hann óskaði
eftir „streymandi“ hljómi, en þó
skýrt afmörkuðum. „Grátur, grát-
ur!“ hrópaði hann.
Toscanini notaði aldrei hvers-
dagsleg orð eða orðatiltæki. Setn-
ingar hans voru magnaðar, þrungn-
ar leikrænum blæ, hlaðnar æsingu.
Ég skynjaði, hvernig hver meðlim-
ur hljómsveitarinnar lagði fram alla
nína kunnáttu og leikni skilyrðis-
laust til þess að ná þeim tóni og
þeim blæ, sem Meistarinn krafðist.
Alltaf var það segin saga, að hve-
nær sem við lékum undir stjórn
hans, spruttu fram hljómar sem'
voru eins gerólíkir þeim hljómum,
sem við höfðum framkallað áður
fyrr, og hreinsað gull er gerólíkt
þeim málmi sem finnst í jörðu. Við
kinkuðum kolli hver til annars,
ljómuðum af ánægju og gátum ekki
leynt undrun okkar. Það var líkt
og við tryðum ekki okkar eigin
eyrum.
Það var um tvo Toscanini að
ræða, tvo ólíka menn: hljómsveitar-
stjórann á æfingunum og hljóm-
sveitarstjórann á tónleikunum. Á
æfingunum hrópaði hann, þrumaði
og söng. Á tónleikunum virtist hann
líkt og stirðna upp. Oft datt mér í
hug, að það væri líkt og hann óskaði
þess að verða ósýnilegur, svo að
han yrði ekki hindrun á milli á-
heyrenda og tónlistarinnar sjálfr-
ar.
Hann brosti aldrei á tónleikum.
Ef einhver kafli fór í handaskolum,
hristi hann höfuðið eins og hann
vildi segja: „Jæja, okkur mistókst
þetta!“
En yrði einhverjum hljómsveitar-
meðlimi eða sveit innan hljóm-
sveitarinnar verulega á í messunni,
þannig að slikt vekti óánægju
Toscaninis svo að um munaði, vagg-
aði hann höfðinu ógnvænlega fram
og aftur, eins og hann vildi segja:
„Bíðið bara, þangað til ég næ til
ykkar!“ Og kæmi það fyrir, að ein-
hver hæfi leik á röngum stað eða
léki lélega (a.m.k. samkvæmt áliti
Toscaninis), skók hann krepptan
hnefann að þessum lánleysingja.
Enginn hljómsveitarstjóri var
tregari til að taka á móti viður-
kenningu áheyrenda eða hljóm-
sveitarinnar sjálfrar en Toscanini.
Á æfingum byrjuðu menn oft að
klappa, þegar einhver kafli var leik-
inn af óvenjulegum glæsibrag.
Toscanini lét ætíð sem hann heyrði