Úrval - 01.10.1966, Page 130
128
litlo tffikið, m breytir nótt í dog
Það var svo dimmt, að Philip prins gat aðeins greint óljóst útlinur
„model-orrustuvallarins", sem útbúinn hafði verið.
En Þegar hann horfði í gegnum nýtt tæki, sem líktist einna helzt
smásjá og tæknifræðingar í Hayes í Middlesex í Englandi hafa verið
að vinna að að fullkomna undanfarið, gat hann séð næstum jafnskýrt
og verið hefði- bjartur dagur.
Þarna voru litlir skriðdrekar og fallbyssur, liggjandi skyttur og röð
farartækja, sem voru að leggja af stað niður brekku.
Magnari. Þessi „model-orrustuvöllur“ var útbúinn fyrir fyrstu opin-
beru sýninguna í Bretlandi á tæki þessu, sem ber nafnið „noctoscope"
(nætursjá), en það gerir mönnum fært að sjá betur í myrkri en nokkur
þau dýr, sem helzt eru á ferli á næturnar.
Þessi sýning fór fram í rannsóknarstofum fyrirtækisins E.M.I. Elec-
tronics, og viðstaddir voru eingöngu nokkrir valdir fyrirmenn, þar á
meðal Mountbatten lávarður.
Tæki þetta, sem er einnig þekkt sem „four-stage cascade image
intensifier tube“, var svo sýnt almenningi opinberlega í marz á hinni
árlegu sýningu, sem Eðlisfræðifélagið heldur í Alexandra Palace i
London.
En tæki þetta er nú þegar byrjað að nota á sjúkrahúsum og rann-
sóknarstofum i Bretlandi og á meginlandinu.
Þýðingarmestu not þess i sjúkrahúsum eru líklega enn tengd röntgen-
myndatöku, vegna þess að það dregur töluvert úr geislunarhættu þeirri,
sem sjúklingar og starfsfólk lenda i.
Þeir, sem röntgenmyndirnar taka, geta nú notað miklu minni geisl-
unarskammt til þess að taka mynd. Myndin er þess vegna dekkri, en
hún virðist aftur á móti björt, þegar hún er skyggnd í gegnum „nocto-
scope“.
Mr. Jack Sharpe, forstjóri deildar þeirrar hjá E.M.I. Electronics,
sem hefur framleiðslu þessara tækja með höndum, skýrði blaðamann-
inum, sem skrifaði grein þessa, frá því, að tækið geti magnað Ijós
milljónfalt. '
Hann heldur, að tæki þetta kunni ef til vill að gera mönnum fært
í fyrsta skipti að sjá í raun og veru gegnum þoku, þótt þar sé nú frem-
ur um hugmynd en staðreynd að ræða enn sem komið er.
„Noctoscope" „magnar“ daufa ljósgeisla, sem beinast að lifandi ver-
um og hlutum I myrkri frá daufum bjarma á næturhimninum.
Bandariskir vísindamenn, sem eru nú að gera tilraunir með „nocto-
scope“ í hernaðarlegum tilgangi, segja, að tæki þessi dragi nú orðið
nokkur hundruð metra og að Það sé nú hægt að búa til svo létt „nocto-
scope“, að það sé hagkvæmt að festa þau á riffla leyniskyttna.
Tæki þetta er um fet á lengd og 2% þuml. i þvermál. Það kostar
um 11,000.