Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 7

Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 7
ALMANAK VORT . . . 5 að jafnaði, mundi almanakið verða í algeru ósamræmi við árstíðirnar. Á einni öld mundu dagarnir færast til um 24 sólarhringa og vordægur yrðu um miðjan apríl í stað 20.— 21. marz. Til þess að forðast þetta er því hlaupár fjórða hvert ár og hef- ur það 366 daga. Þó er reglan sú, að af hverjum 400 árum eru aðeins 97 hlaupár, til þess að almanakið verði rétt. Öll ártöl, sem eru deil- anleg með 4 og öll aldamótaártöl, sem eru deilanleg með 400, eru hlaupár. Eftir þessari reglu eru því árin 1600 og 2000 hlaupár, en árin 1700, 1800 og 2100 eru það ekki, vegna þess að þær tölur eru ekki deilanlegar með 400. Eins og áður er sagt tókst Forn- Egyptum að reikna lengd ársins með furðulegri nákvæmni 36514 dag, en það var þó rúmlega 11 mínútum of mikið. Ekki voru þó allir jafnsnjall- ir í þeim reikningi í hinni „klass- isku „fornöld. Rómverja má nefna sem dæmi, en hjá þeim var mikill glundroði í öllum tímareikningi. Fræg eru hin bitru hæðnisorð Voltaires: „Stjórnednur rómveskra herja sigruðu alltaf, en vissu þó aldrei, hvaða dag þeir unnu sigra sína.“ Þegar Júlíus Cæsar komst til valda var tímareikningur Rómverja kominn í hræðilegasta ósamræmi við árstíðirnar og munaði það hvorki meira né minna en 90 dögum. Þess vegna tók hann sig til árið 45 f. Kr. og lögleiddi hið svonefnda júlíanska tímatafl með 365 dögum og 366 daga hlaupári fjórða hvert ár. Cæsar bætti 3 hlaupmánuðum inn í árið 45 f. Kr., svo að það varð gífurlega langt ár með 15 mánuðum eða 455 dögum, og þar með komst almanakið (dagatalið í samræmi við árstíðirn- ar. En Cæsar reiknaði 100 hlaupár í hverjum 400 árum eða 365,25 daga í hverju ári, en rétt ár er hins vegar 365,2422 dagar. Þessi smáskekkja í hlaupársreikningnum safnaðist sam- an gegnum aldirnar og í lok miðalda var svo komið, að tala hlaupárs- dagana var orðin alltof há með þeirri afleiðingu, að vorjafndægur var talið vera 11. marz í stað 21. marz. Þá fóru menn að koma auga á, að nauðsynlegt væri að lagfæra tímatalið. Gregoríus páfi 13. fram- kvæmdi þessa breytingu og komst hún á árið 1582 í kaþólskum löndum. Þá hlupu menn yfir 10 daga þann- ig, að næsti dagur eftir 4. október var 15 október og eftir það var sleppt úr 3 hlaupárum af hverjum 400 árum, eins og áður er sagt. Þetta nefnum við gregorianskt tímatal og notum við það enn í dag, en við breytinguna færðist vorjafndægur aftur yfir á 21. marz. Danmörk og Noregur lagfærðu sitt tímatal árið 1700, þannig að 1. marz varð næsti dagur á eftir 18. febrúar. Englendingar eru jafnan íhaldssamir og gerðu ekki þessa bragarbót hjá sér fyrr en árið 1752 og létu þá 14. september verða næsta dag á eftir 2. september. Af þessu hlutust miklar róstur í ýms- um héruðum landsins, langmest þó í Bristol, en þar biðu nokkrir menn bana í ryskingum út af tímatals- breytingunni. Mönnum þar fannst þeir vera sviknir um nokkra daga, þótt vel orðuð lög hefðu verið sett til hindrunar því, að menn gætu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.