Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 7
ALMANAK VORT . . .
5
að jafnaði, mundi almanakið verða
í algeru ósamræmi við árstíðirnar.
Á einni öld mundu dagarnir færast
til um 24 sólarhringa og vordægur
yrðu um miðjan apríl í stað 20.—
21. marz. Til þess að forðast þetta er
því hlaupár fjórða hvert ár og hef-
ur það 366 daga. Þó er reglan sú,
að af hverjum 400 árum eru aðeins
97 hlaupár, til þess að almanakið
verði rétt. Öll ártöl, sem eru deil-
anleg með 4 og öll aldamótaártöl,
sem eru deilanleg með 400, eru
hlaupár. Eftir þessari reglu eru því
árin 1600 og 2000 hlaupár, en árin
1700, 1800 og 2100 eru það ekki,
vegna þess að þær tölur eru ekki
deilanlegar með 400.
Eins og áður er sagt tókst Forn-
Egyptum að reikna lengd ársins með
furðulegri nákvæmni 36514 dag, en
það var þó rúmlega 11 mínútum of
mikið. Ekki voru þó allir jafnsnjall-
ir í þeim reikningi í hinni „klass-
isku „fornöld. Rómverja má nefna
sem dæmi, en hjá þeim var mikill
glundroði í öllum tímareikningi.
Fræg eru hin bitru hæðnisorð
Voltaires: „Stjórnednur rómveskra
herja sigruðu alltaf, en vissu þó
aldrei, hvaða dag þeir unnu sigra
sína.“
Þegar Júlíus Cæsar komst til
valda var tímareikningur Rómverja
kominn í hræðilegasta ósamræmi
við árstíðirnar og munaði það hvorki
meira né minna en 90 dögum. Þess
vegna tók hann sig til árið 45 f. Kr.
og lögleiddi hið svonefnda júlíanska
tímatafl með 365 dögum og 366 daga
hlaupári fjórða hvert ár. Cæsar
bætti 3 hlaupmánuðum inn í árið
45 f. Kr., svo að það varð gífurlega
langt ár með 15 mánuðum eða 455
dögum, og þar með komst almanakið
(dagatalið í samræmi við árstíðirn-
ar. En Cæsar reiknaði 100 hlaupár
í hverjum 400 árum eða 365,25 daga
í hverju ári, en rétt ár er hins vegar
365,2422 dagar. Þessi smáskekkja í
hlaupársreikningnum safnaðist sam-
an gegnum aldirnar og í lok miðalda
var svo komið, að tala hlaupárs-
dagana var orðin alltof há með
þeirri afleiðingu, að vorjafndægur
var talið vera 11. marz í stað 21.
marz. Þá fóru menn að koma auga
á, að nauðsynlegt væri að lagfæra
tímatalið. Gregoríus páfi 13. fram-
kvæmdi þessa breytingu og komst
hún á árið 1582 í kaþólskum löndum.
Þá hlupu menn yfir 10 daga þann-
ig, að næsti dagur eftir 4. október
var 15 október og eftir það var
sleppt úr 3 hlaupárum af hverjum
400 árum, eins og áður er sagt. Þetta
nefnum við gregorianskt tímatal og
notum við það enn í dag, en við
breytinguna færðist vorjafndægur
aftur yfir á 21. marz.
Danmörk og Noregur lagfærðu
sitt tímatal árið 1700, þannig að 1.
marz varð næsti dagur á eftir 18.
febrúar. Englendingar eru jafnan
íhaldssamir og gerðu ekki þessa
bragarbót hjá sér fyrr en árið
1752 og létu þá 14. september verða
næsta dag á eftir 2. september. Af
þessu hlutust miklar róstur í ýms-
um héruðum landsins, langmest þó
í Bristol, en þar biðu nokkrir menn
bana í ryskingum út af tímatals-
breytingunni. Mönnum þar fannst
þeir vera sviknir um nokkra daga,
þótt vel orðuð lög hefðu verið sett
til hindrunar því, að menn gætu