Úrval - 01.08.1967, Síða 11

Úrval - 01.08.1967, Síða 11
VISTíIEIMILI FYRIR UNGBORN 9 Á síðari hluta firamta tugs þessarar aldar fór áhugi manna fyrir áhrif- um barnaheimilisvistar á ungbörn að vakna fyrir alvöru. Á styrjaldarárun- um varð geysilegur fjöldi barna að skiljast við foreldra sína af hernaðarástæðum og vistast á barnaheimilum. Menn veittu því þá eftirtekt, að ungbörnin döfnuðu ekki eins og skyldi, dauðsföll voru óeðlilega tíð og andleg veiklun fylgdi einatt í kjölfar slíkrar vist- unar. Þetta varð til þess, að sál- fræðingar fóru að rannsaka þetta mál, og má óefað telja niðurstöð- ur þeirra til þess merkara, sem fram hefur komið í barnasálfræði og geðlæknisfræði barna á síðari tímum. Flestar menningarþjóðir, sem láta sig aðbúð og uppeldisskil- yrði barna einhverju varða, hafa talið sér skylt að taka þessar rann- sóknir til yfirvegunar og breyta fyrirkomulagi barnaheimila sinna í samræmi við það, sem talið var heilsusamlegast. Forgöngumenn í þessum rann- sóknum voru brezki læknirinn John Bowlby og svissneski læknirinn René A. Spitz. Rannsóknir þeirra munu hafa verið mörgum kunnar hér á landi um árabil, enda mikið verið um þær ritað bæði á Norð- urlandamálum og öðrum tungumál- um. Sitthvað mun einnig hafa ver- ið um þær skrifað á íslenzku á liðn- um árum. Hér vil ég vitna í tvo höfunda, sem útlista og gera grein fyrir þessum rannsóknum og nið- urstöðum þeirra. í bók sinni, Um ættleiðingu, — Rvík. 1964, bls. 109—11, kemst höf- undurinn, prófessor Símon Jóhann Ágústsson, svo að orði: „Nútíma rannsóknarmenn hafa leitt að því mjög sterk rök, að allt frá þriggja mánaða aldri og eink- um úr því að barnið er 6 mánaða, er það í hættu, þegar það er van- rækt tilfinningalega. Skaðsamlegar afleiðingar fyrir barnið hefur úr því tilfinningaleg vanræksla, sem stendur lengur en þrjá mánuði og ef hún stendur lengur en eitt ár, má búast við því, að barnið kunni að bera hennar menjar alla ævi. Hér er átt við börn á aldrinum sex mánaða til tveggja ára. Án hæfilega fjölbreyttra ytri skynhrifa og félagslegrar örvunar sljóvgast og visnar sálarlíf barns- ins. Þessi örvun fer fram á marg- víslegan hátt: með líkamlegri ná- lægð og snertingu móðurinnar . . . Ef barnið fer að miklu leyti á mis við þessa örvun, einkum úr því að það er þriggja mánaða, hefur það skaðsamleg áhrif á allan sálar- þroska þess og persónugerð . . . Mikið vandhæfi er á að reka vöggu- stofur á þann hátt, að börn fái þar næga örvun. Þeim er yfirleitt ekki sinnt nóg, svo að þau skortir hvatn- ingu, sem mannlegur félagsskapur og umhverfi annars veitir þeim í góðum og sæmilegum fjölskyldum. Oft er aukið á þessa einangrun með óheppilegu og úreltu fyrirkomu- lagi . . . Fjölmargar rannsóknir á börnum, sem lengi hafa verið á vöggustofum reknum á þennan hátt, hafa ótvírætt leitt í ljós, að einangrun, skortur á örvun og fé- lagstengslum við aðra, stórheftir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.