Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 17
„Allar þokkagyðjumar, Hebe, Flora, Helena og þær allar
saman, eru sem grófgerðar kvensur í samanburði við hana. Þegar
hún hreyfir sig, er hún persónugervingur töfranna.“
Marie Antoinette
og
Axel Fersen
Eftir R. Stern.
Það var í janúarmánuði
árið 1774. Það var
grímudansleikur í Par-
ísaróperunni.
Það var kalt í lofti, fyr-
irboði um, að snjókoma væri í nánd.
Það lá einnig einhver annar fyrir-
boði í loftinu, fyrirboði um, að stríð
og bylting væri í aðsigi. Þeir, sem
gerðu sér grein fyrir því, hvað var
að gerast, gátu fundið, að það var
eitthvað stórkostlegt í aðsigi. Fá-
tæklingar Parísar hímdu skjálfandi
við hliðina að hinni miklu óperu-
höll og reyndu að koma auga á
ríka fóikið, sem var að leika sér
þarna inni.
Inni ríkti hlýja og gleði. Hin
fræga ljósakróna hékk glitrandi og
glóandi niður úr himinháu loftinu.
Á henni glóðu þúsund ljós. Leikhús-
inu hafði verið breytt í danssal þetta
kvöld. Grímubúningarnir báru vott
um auðugt ímyndunarafl og gáfu
ekki eftir búningunum á hjnum
frægu kjötkveðjuhátíðum í Feneyj-
um. Þar voru beiningamenn og sjó-
ræningjar, hertogaynjur (bæði raun-
verulegar og eftirlíkingar), róm-
verskir hershöfðingjar, fólk frá Aust-
ur-Indíum, allir hugsanlegir dular-
búningar, sem gáfu tilefni til fjör-
legra lita og glóandi gimsteina.
Kampavínið flóði um allt. Konur og
15