Úrval - 01.08.1967, Page 19
MARIE ANTOINETTE OG AXEL FERSEN
17
en það var um grímudansleik að
ræða (sem hún hafði heimtað að
fá að sækja), og við slíkar kring-
umstæður var slíkt atferli leyfilegt
og álitið alveg meinlaust.
Pilturinn og stúlkan tóku alls
ekki eftir því, að menn þessir fylgd-
ust vel með atferli þeirra. Þau mös-
uðu lengi saman og skildu svo, —-
þegar nóg var komið. Heimiliskenn-
ari piltsins gekk þá til móts við
hann, og síðan urðu þeir samferða
heim af dansleiknum. Þessi piltur
var Axel Fersen greifi frá Svíþjóð,
sonur eins tignasta mannsins við
sænsku hirðina. Og upp frá þessu
kvöldi var hjarta hans í álögum,
.allt til þess, að hann lauk ævi sinni.
Hann komst að því, þegar hann
var kominn heim, að stúlkan í hvítu
skikkjunni var sjálf Marie Antoin-
ette, kona ríkiserfingjans, tilvon-
andi drottning Frakklands. . . .
Það hafa verið margar óham-
ingjusamar drottningar fyrr og síð-
ar, og Marie Antoinette var örugg-
tega ein hinna óhamingjusamari.
Móðir hennar var María Theresa
keisaraynja í Austurríki, af Habs-
borgarættinni. Marie Antoinette var
fimmtánda barn Maríu Theresu. —
Keisaraynjan vár einstaklega slótt-
ug kona, sem notfærði sér börn sín
til þess eins að styrkja völd og áhrif
ættarinnar víðs vegar um Evrópu.
Stúlkan var ekki lagleg. Fersen
hefði ef til vill ekki orðið ástfang-
inn af henni, hefði hann séð andlit
hennar á grímudansleiknum í stað
þess að skynja aðeins persónutöfra
hennar og heyra mál hennar.
Þegar erkihertogaynjan var orð-
in 14 ára, en hún var erkihertoga-
ynja, þar eð hún var dóttir keisara-
ynju, gerði móðir hennar áætlun
um tengsl við þá einu fjölskyldu á
meginlandi Evrópu, sem stóðst sam-
anburð við Habsborgara, hvað dýrð
og mikilfengleik snerti, Bourbonætt-
ina í Frakklandi. María Theresa á-
kvað, að dóttir hennar, Marie Ant-
oinette, skyldi gitast ríkiserfingjan-
um, en Lúðvík 15. var einmitt afi
hans. Það kostaði mikla fyrirhöfn
og tók langan tíma að koma þessu
öllu í kring. Keisaraynjan sendi
sendiherra til Frakklands og skrif-
aði fjölmörg bréf. Að lokum tókst
henni að Ijúka samningum við Lúð-
vík 15. um þetta fyrirhugaða hjóna-
band, og þessi kornunga stúlka var
send í keisaravagni til Versala til
þess að skipa sinn sess við frönsku
hirðina.
Gamli konungurinn hafði ríkt
langa ævi og stjórn hans hafði ein-
kennzt af svalli og bruðli. Það var
hann, sem mælti þessi frægu orð:
„Á eftir mér . . . syndafallið.“ —
Hirðin hélt enn fast í sína fyrri
dýrð, sem kostaði ríkið offjár, sín-
ar fáguðu umgengnisvenjur og
flóknu kurteisisreglur og þá kon-
unglegu dýrð, sem hafði náð há-
marki sínu í tíð Lúðvíks 14. En
undir allri þessari glæstu „yfirbygg-
ingu“ var allt rotið og fúið, og þessi
rotnun var þegar orðin lýðum ljós.
Lúðvík 15. var svo bergnum-
inn af töfrum hinnar nýju ástmeyj-
ar sinnar, Madame du Barry, að
hann tók varla eftir dóttur Maríu
Theresu, hinni ungu brúði ríkiserf-
ingjans.
Hvað ungu stúlkuna snerti, fannst
henni, að helztu og áhrifamestu per-