Úrval - 01.08.1967, Page 22
20
ÚRVAL
að hjörtu þeirra voru sameinuð að
eilífu.
Þau skrifuðust á í leynum og hitt-
ust nú einnig á laun.
Það leikur enginn vafi á því, að
þau elskuðu hvont annað af heilum
huga, að þau báru „rómantíska"
ást í brjósti hvort til annars. Fersen
kallaði drottninguna Josephine, og
hún kallaði hann „Strang" og var
þá að henda góðlátlegt gaman að
því, hversu stranglegur hann var á
svipinn. Þau hljóta að hafa haft
mörg sameiginleg áhugamál, bæði
vitsmunalegs og listræns eðlis, og
notið margs saman á því sviði, þar
eð París var þá, eins og alltaf,
þrungin andrúmslofti listanna, þótt
hirðlífið, sem drottning var auðvit-
að bundin á yfirborðinu, væri inn-
antómt og ófrjótt.
Fersen vildi ekki snúa aftur heim
til Svíþjóðar þrátt fyrir bænir ætt-
ingja sinna. Hann skrifaði Sophie
systur sinni það í trúnaði, hversu
erfitt honum yrði að yfirgefa París,
og sagði þar meðal annars:
„Þér mun finnast það mjög eðli-
legt, þegar þú veizt ástæðuna. Ég
get sagt þetta við þig, vegna þess
að ég hef engu að leyna, þegar þú
ert annars vegar.“
Og hann varð kyrr í París og fór
hvergi.
Allir tóku eftir því, hversu ham-
ingjusöm drottningin var þennan
stutta tíma. Það var álitið, að það
væri vegna þess, að hún gladdist
svo innilega yfir börnum sínum... .
Og svo kom franska stjórnarbylt-
ingin. Svall og bruðl Lúðvíks 15.,
sinnuleysi og ódugnaður Lúðvíks
16., hið hroðalega ástand í fjármál-
um landsins, eymd fólksins, út-
breiðsla nýrra þjóðfélagskenninga,
allt var þetta í þann veginn að
binda endi á konungsstjórn Bourb-
onættarinnar, undirbúa jarðveginn
fyrir ógnarstjórnina, sem í vændum
var, og stofnun franska lýðveldis-
ins.
Dagana áður en skriðan æddi af
stað, dvaldi Fersen löngum við
frönsku hirðina. Þetta tímabil stöð-
ugra, leyndra og náinna samskipta
hélzt ekki lengur, en hann var aldr-
ei lengi í burtu í einu, þótt hann
yfirgæfi Versali um sinn. Hann fór
til Austurríkis og Italíu og heim-
sótti ýmsa meðlimi Habsborgarætt-
arinnar, ættingja Marie Antoinette.
Hann sneri aftur til Versala sem
aðstoðarmaður Gústafs konungs og
var viðstaddur dýrðlega garðveizlu,
sem Marie Antoinette hélt Gústafi
konungi.
Síðan kom Stéttaþingið saman. —
Þriðja stéttin, sem almennir borg-
arar töldust til, bauð konungi birg-
inn. Ráðizt var á Bastillefangelsið
og það eyðilagt, og nú var uppnám-
ið hafið. d'Artois greifi, bróðir Lúð-
víks konungs, flúði land. Hirðmenn
og aðalsmenn yfirgáfu nú París og
margir þeirra Frakkland hver af
öðrum.
Það var stungið upp á því við
Lúðvík 16., að það væri ráðlegast
fyrir hann að flýja einnig með
drottninguna sína og börn. Marie
Antoinette vildi, að þau yfirgæfu
Versali. Hún iét jafnvel taka til
hestvagna handa þeim. En konung-
ur vildi ekki fara burt.
Fersen, sem bjó nú í París, hélt