Úrval - 01.08.1967, Page 22

Úrval - 01.08.1967, Page 22
20 ÚRVAL að hjörtu þeirra voru sameinuð að eilífu. Þau skrifuðust á í leynum og hitt- ust nú einnig á laun. Það leikur enginn vafi á því, að þau elskuðu hvont annað af heilum huga, að þau báru „rómantíska" ást í brjósti hvort til annars. Fersen kallaði drottninguna Josephine, og hún kallaði hann „Strang" og var þá að henda góðlátlegt gaman að því, hversu stranglegur hann var á svipinn. Þau hljóta að hafa haft mörg sameiginleg áhugamál, bæði vitsmunalegs og listræns eðlis, og notið margs saman á því sviði, þar eð París var þá, eins og alltaf, þrungin andrúmslofti listanna, þótt hirðlífið, sem drottning var auðvit- að bundin á yfirborðinu, væri inn- antómt og ófrjótt. Fersen vildi ekki snúa aftur heim til Svíþjóðar þrátt fyrir bænir ætt- ingja sinna. Hann skrifaði Sophie systur sinni það í trúnaði, hversu erfitt honum yrði að yfirgefa París, og sagði þar meðal annars: „Þér mun finnast það mjög eðli- legt, þegar þú veizt ástæðuna. Ég get sagt þetta við þig, vegna þess að ég hef engu að leyna, þegar þú ert annars vegar.“ Og hann varð kyrr í París og fór hvergi. Allir tóku eftir því, hversu ham- ingjusöm drottningin var þennan stutta tíma. Það var álitið, að það væri vegna þess, að hún gladdist svo innilega yfir börnum sínum... . Og svo kom franska stjórnarbylt- ingin. Svall og bruðl Lúðvíks 15., sinnuleysi og ódugnaður Lúðvíks 16., hið hroðalega ástand í fjármál- um landsins, eymd fólksins, út- breiðsla nýrra þjóðfélagskenninga, allt var þetta í þann veginn að binda endi á konungsstjórn Bourb- onættarinnar, undirbúa jarðveginn fyrir ógnarstjórnina, sem í vændum var, og stofnun franska lýðveldis- ins. Dagana áður en skriðan æddi af stað, dvaldi Fersen löngum við frönsku hirðina. Þetta tímabil stöð- ugra, leyndra og náinna samskipta hélzt ekki lengur, en hann var aldr- ei lengi í burtu í einu, þótt hann yfirgæfi Versali um sinn. Hann fór til Austurríkis og Italíu og heim- sótti ýmsa meðlimi Habsborgarætt- arinnar, ættingja Marie Antoinette. Hann sneri aftur til Versala sem aðstoðarmaður Gústafs konungs og var viðstaddur dýrðlega garðveizlu, sem Marie Antoinette hélt Gústafi konungi. Síðan kom Stéttaþingið saman. — Þriðja stéttin, sem almennir borg- arar töldust til, bauð konungi birg- inn. Ráðizt var á Bastillefangelsið og það eyðilagt, og nú var uppnám- ið hafið. d'Artois greifi, bróðir Lúð- víks konungs, flúði land. Hirðmenn og aðalsmenn yfirgáfu nú París og margir þeirra Frakkland hver af öðrum. Það var stungið upp á því við Lúðvík 16., að það væri ráðlegast fyrir hann að flýja einnig með drottninguna sína og börn. Marie Antoinette vildi, að þau yfirgæfu Versali. Hún iét jafnvel taka til hestvagna handa þeim. En konung- ur vildi ekki fara burt. Fersen, sem bjó nú í París, hélt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.