Úrval - 01.08.1967, Side 29
KÓRANINN
27
eina bókin, þar sem allur sannleik-
urinn birtist er Koraninn, þar er að
finna boðskapinn,, sem síðast var
sendur niður. Af þessu og fjölmörgu
öðru er ljóst að Múhameð hefur
haft allmikla kynningu af Biblí-
unni, sem hann hefur ef til vill safn-
að hjá Gyðingum eða kristnum
mönnum, sem hann hefur rekizt á
þegar hann fór í viðskiptaleiðangra
til Sýrlands, eða í borgum og þorp-
um nær honum.
Englar eru oft nefndir í Kóran-
inum. Heimkynni þeirra er him-
inninn, þar sem þeir halda uppi há-
sæti Allah og dýrka hann stanz-
laust. Þeir þéna honum einnig, sem
sendiboðar, og koma annað veifið
til jarðar til að reka erindi hans
og flytja boðskap hans. Mikilverð-
astur allra þessara engla var Gabriel,
sem hafði á hendi það verk að flytja
Múhameð Kóraninn.
Annað atriði er það, sem miklu
rúmi er varð til, en það er Dóms-
dagur og það sem á eftir honum
fari.
„Þegar sólin er horfin í mistur
og stjörnurnar fallnar af himnum,
og fjöllin hafa verið strokin burtu,
og þegar enginn hirðir um kamel-
dýrið komið tíu mánuði á leið, og
þegar villidýrin safnast saman, þeg-
ar hafið sýður, og þegar sálirnar
safnast aftur í líkami sína, og þeg-
ar stúlkan, sem hefur verið grafin
lifandi verður spurð fyrir hvaða
glæp hún hafi verið drepin — (þetta
höfðar til þeirrar venju með Ar-
öbum í heiðni að kála stúlkubörn-
um, sem borin voru í óþökk), og
þegar bækurnar opnast, og himinn
flyzt til og helvíti brennur ofsa-
lega og paradís færist nær mun
hver einasta sál hljóta verðskuld-
aðan dóm .“ (Kafli 81).
Örlög hvers einasta manns höfum
við bundið um hálsinn á honum, og
við munum leggja honum til bók,
þar sem allar hans athafnir eru
færðar, þar til dagur upprisunnar
kemur, þessi bók skal honum færð
opin, og englarnir eiga að segja við
hann: Lestu bókina þína, þín eigin
sál mun reynast nægjanlegur bók-
haldari og vitna um þig þennan dag.
Þeim, sem mæta fyrir dómstól-
unum mun verða skipt í tvo hópa:
félag 'hægri handarinnar (hversu
sælir verða ekki félagar hægri
handar) og félaga vinstri handar
(hversu vansælir munu ekki félag-
ar vinstri handar verða). Hinir
fyrri eru þeir, sem munu færast
nær guði og þeir munu dvelja í
garði gleðinnar, hvíla þar á sess-
um, skreyttir gulli og eðalsteinum
. . . . unglingar munu ganga um og
þjóna þeim og færa þeim gnægð
víns í drykkjarkerum, bikurum og
staupum (af hverju eru ekki allir
Múhammeðstrúar?) ekki skal þá
verkja í höfuð sitt af því þeir þurfi
að drekka sífellt sama vínið, ekki
heldur skulu samræður þeirra trufl-
aðar .... og það skal fylgja þeim
fögur kona, sem hefur stór dökk
augu, sem líkjast perlum í skeljum
sínum .... Sannlega höfum við
skapað þessar ungu paradísardömui
með sérstökum hætti ævarandi jóm-
frúr, sem elskaðar eru af eigin-
mönnum sínum, sem eru á sama
aldri og þær, til gleði fyrir félaga
hægri handarinnar . . . .
En félagar vinstri handarinnar