Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 33

Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 33
SANNLEIKURINN UM ÁFENGIÐ 31 hilamagnið tapast út um húðina. Eí hitatapið verður of miki'ð, get- ur það orðið hætlulegt. Það er ekkert gagn í áfengi til þess að ná af sér fitu, þó að sum- ir heilsufarsprédikarar haldi því fram. Það er nálega engin næring í því nema hitaeiningar (um 70 í hverjum 30 gr af 45% vískíi). — Eitt staup eða tvö geta örvað mat- arlystina. En ef meira er drukkið, minnkar hún. Sá sem drekkur, og étur þó eftir sem áður, er líklegur til að fitna, af því að hann fær hitaeiningar úr hvorutveggja. Sá sem drekkur á kostnað þess að éta heldur ef til vill holdum, en það kemur niður á honum í eggjahvítu- skorti og vítamína. Enn vita læknar ekki vel um af- leiðingarnar af rangri næringu. En menn ætla að hún eigi mikla sök á ofvexti lifrarinnar, ýmsum trufl- unum á starfi heilans, taugabólgu og öðrum sjúkdómum sem standa í sambandi við ofdrykkju og enn- fremur á ástandi þeirra hryggðar- mynda sem menn eiga einkanlega við þegar minnst er á ofdrykkju- menn. En af hinum fimm milljón- um ofdrykkjumanna, sem eru í Bandaríkjunum nú, eru aðeins 3 af hundraði þannig á sig komnir. Að því er hina snertir þá eru að vísu margir þeirra á einhvern hátt veik- ir, en mestur vandi og mest hætta stafar þó af þeim í sambandi við umferðina, og þá sérstaklega bif- reiðaslysin. Læknir að nafni Melvin Selzer, við Michiganháskóla, hefur rann- sakað ástæður 72 ökumanna, sem sök áttu á alvarlegum bifreiðarslys- um. 47 þeirra voru drukknir og af þessum 47 voru 39 ofdrykkjumenn. Aðrir, sem lóku til athugunar ástand lifrarinnar og áfengismagn- ið í blóði allra ökumanna og fót- gangandi sem létust í bifreiðarslys- um í San Fransisco á tveggja ára tímabili, komust að líkum niður- stöðum um hlutdeild ofdrykkju- manna (en ekki hófdrykkjumanna) í bifreiðarslysum. Hvað er að vera ofdrykkjumað- ur eða hverjir eru ofdrykkjumenn? Ef menn hljóta að svara játandi einhverri þeirra spurninga, sem hér fara á eftir, þá eru einhver vand- ræði á ferðinni. Drekkur hann (eða hún) svo til baga, að til skammar verði eða alvarlegra óþæginda, oftar en fjórum sinnum á ári? Eða hefur hann, oftar en tvisvar á ævi sinni orðið svo drukkinn að hann missti ráð og rænu og vissi ekkert eftir á? Hefur lögreglan tekið hann oftar en einu sinni fyrir lögbrot eða ósæmilegt athæfi „í fylliríi"? Hefur hann einhvern tíma hætt að drekka, en ekki nema stuttan tíma, vegna þess að hann ætlaði aðeins að sýna, að hann gæti hætt? Vandræðin sem stafa af drykkju- skapnum eru mergurinn málsins, þegar meta skal hvort maður sé ofdrykkjumaður eða ekki. Þegar svo er komið fyrir drykkjumanni að hann er farinn að valda sjálfum sér eða öðrum vandræðum eða þá að hann er farinn að hafa áhyggjur af drykkjuskap sínum og getur þó ekki hætt eða minnkað, þá er hann ekki lengur í réttu sambandi við mannfélagið og er á þeirri leið að verða drykkjusjúklingur. Ofdrykkj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.