Úrval - 01.08.1967, Page 40
Norsk ferðasaga frá 9. öld
Það rná í rauninni furðu gegna, að Öttar
bóndi og siglingamaður skuli ekki vera frœg-
ari maður á Islandi en er, því ef satt skal
segja, þá stendur liann nær okkur Islend-
ingum en jafnvel nokkrum mönnum öðrum.
Ei'tir Þorstein Guðjónsson.
Óttar hefur maður heit-
ið, og var hann bóndi
á Hálogalandi í Norður-
Noregi, en líklega er
hans hvergi getið í ís-
lenzkum sögum. Hann kemur ekki
við þær sögur, eins og komizt var
að orði. Var það skilningur hinna
fornu sagnritara, að sagan fylgdi á-
kveðnu lögmáli, þannig að sumir
atburðir og sumir menn áttu þar
öðrum fremur heima, komu þar við
sögu. „Kemur hann við margar sög-
ur“, segir um kunnan mann, og á
hinn bóginn er sagt að maður sé
úr sögunni, þegar ritarinn veit, að
hann muni ekki þurfa að nefna hann
oftar. Söguhöfundarnir munu hafa
litið svo á, að söguefnin væru jafn-
an fyrir hendi, og að hlutverk sitt
væri einkum að velja úr og tengja
saman. Er þetta gagnstætt þeirri
skoðun, að íslendingasögur hafi ver-
ið „búnar til“ utan um fáein efnis-
atriði, sem ein höfðu í minni
geymzt, en kemur hinsvegar heim
við þann skilning, að í huga sögu-
mannanna hafi verið slíkur auður
sagnfróðleiks að einungis brot af
því hafi komizt á bókfellið.
38
ÚRVAL