Úrval - 01.08.1967, Side 44
42
ÚRVAL
að auka þekkingu á því landi, held-
ur einnig eftir hrosshvölum, þ.e.
rostungum, því að þeir hafa býsna
gott bein í tönnum sínum. (Þær
tennur færði hann nokkrar konung-
inum) og húð þeirra er býsna góð
í skipreipi.
Sá hvalur er miklu minni en aðr-
ir hvalir og verður ekki lengri en
sjö álna langur.
A hans eigin landi er hin bezta
hvalveiði, þeir verða fjörutíu og átta
álna langir og fimmtíu álna langir
hinir mestu.
Af þeim hvölum sagðist hann hafa
veitt við sjötta mann sextíu á tveim
dögum.
Hann var býsna auðugur maður
á þeim slóðum, að því sem þar er
mest eign í, en það er dýraeign.
Hann hafði þá eignazt, er hann
þennan konung heimsótti, tamdra
dýra óseldra sex hundruð. Þau dýr
heita hreinar, þar af voru sex stall-
hreinar (stelhreinar). Það eru verð-
mæt dýr með Finnum, því að með
þeim ná þeir villtum hreinum.
Óttar var með hinum fremstu
mönnum á því landi, og átti þó ekki
meira en tuttugu nautgripi og tutt-
ugu kindur og tuttugu svín, og það
lítið hann erjaði (plægði), erjaði
hann með hrossum. Og þeirra skatt-
ur er mestur í þeim skatti, sem
Finnar gjalda þeim, sá skattur er
í dýrafeldum og fuglafiðrum og
hvalbeini og í þeim skipreipum,
sem eru úr hvalshúð unnin og úr
selahúð.
Sérhver þeirra geldur skattinn eft-
ir eignum, hinn ríkasti skal gjalda
fimmtíu marðarfeldi og fimm af
hreinum, og einn bjarnarfeld og tíu
fuglshami, og tvenn skipreipi, og
sé hvort þeirra sextíu álna langl,
annað sé af hvalshúð unnið, annað
af selahúð.
Hann sagði að Norðmannaland
væri mjög langt og mjög mjótt.
Allt það af landinu, sem menn mega
annaðhvort beita eða erja, það ligg-
ur við sæinn, og það er þá á sum-
um stöðum býsna klettótt.
Liggja óbyggðar heiðar að land-
inu að austan að endilöngu, jafn-
langt hinu byggða landi. Á þeim
heiðum búa Finnar, og það byggða
land er austanvert breiðast en eftir
því sem norðar dregur mjókkar það.
Austanvert má það vera sextíu
mílna breitt eða nokkru breiðara,
og miðjanvert þrítugt eða breiðara,
en norðanvert kvað hann það vera
mjóst.
Það mætti þar vera þriggja
mílna breitt frá sjó að heiðinni. Og
sú heiði er á sumum stöðum svo
breið að maður má á tveim vikum
yfir fara, og á sumum stöðum svo
breið, að maður má á sex dögum
yfir fara.
Þaðan er til jafns því landi sunn-
anverðu, á að hálfu mörkinni, Svía-
land eða það land norðanvert og til
jafns því landi norðanverðu Kvena-
land. Þeir kvenir herja stundum á
þá Norðmenn yfir þessa heiði, en
stundum Norðmenn á þá, og þar
eru býsna mikil vötn um þær heið-
ar. Og bera Kvenir skip sín yfir
land á þau vötn og þaðan er herj-
að á þá Norðmenn. Þeir hafa næsta
lítil skip og harla létt.
Óttar sagði, að það fylki héti
Hálogaland, sem hann byggi í. Hann
kvað engan mann búa fyrir norð-