Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 45
NORSK FERÐASAGA FRÁ 9. ÖLD
43
an sig. Þar er höfn á því landi, sú
er menn kalla Skíringsal. Þangað
lcvað hann eigi mega sigla á einum
mánuði, ef maður héldi kyrru fyrir
á nóttum og hefði þó alla daga hag-
stæðan byr. Alla þá leið skal hann
sigla með landi, og á stjórnborða
er honum þá fyrst íraland, og þá
þau eylönd sem eru á milli fralands
og þessa lands. Þá er þetta land
áður en hann kemur til Skírings-
sals, og allan veg á bakborð Noreg-
ur. Fyrir sunnan þennan Skírings-
sal gengur býsna mikill saer upp á
það land, sá er breiðari en nokkur
maður megi yfir sjá, og er Gaut-
land á aðra hálfu á móti og síðan
Sjáland. Sá sær gengur mörghundr-
uð mílna inn á það land. Og frá
Skíringssal kvaðst hann hafa siglt
á fimm dögum að þeirri höfn sem
menn kalla á Heiðum (það er Heiða-
bær). Sá stendur á milli Vinda og
Engla og heyrir undir Dani. Þá er
hann þangað sigldi frá Skíringssal,
þá var honum á bakborða Danmörk.
Og á stjórnborða víðsærinn þrjá
daga, áður en hann að Heiðum
kæmi. Og þá tvo daga áður en
hann að Heiðabæ kæmi, var hon-
um á stjórnborða Gautland og Sjá-
land og mörg eylönd (á þeim lönd-
um bjuggu Englar áður en þeir
hingað til lands komu) og honum
voru þá tvo daga á bakborða þau
eylönd sem undir Danmörku heyra.
Þannig hljóðar saga Óttars, og
vildi ég nú biðja menn að athuga
vel, hvað þar er um að ræða sem
hún er. Hún er samtímaheimild um
atburði sem standa nærri þeim sem
íslendingasögur greina frá einna
elztum. Hún er góð heimild, og á-
reiðanleg. Óttar greinir á milli þess
sem hann hefur sjálfur reynt og
þess sem hann hefur aðeins sögu-
sögn annarra um, sér ókunnugra
manna. Það hefði verið áhættulítið
frammi fyrir Englandskonungi að
lengja mál sitt með slíkum sögu-
sögnum af þeim slóðum, en hann
kærir sig ekki um að segja hinum
ensku annað en það, sem hann veit.
Og er nú ekki laust við að þetta
minni dálítið á manninn, sem uppi
var meir en tveim öldum síðar á
fslandi og bað menn að hafa nú
heldur það sem sannara reyndist,
ef þeir fyndu villur hjá sér. En það
var Ari fróði og mætti þó einnig
hafa í huga annan mann rúmri öld
síðar, sem sagði að sér þætti „öll
merkilegust" frásögn manns eins og
Ara fróða, en það var Snorri Sturlu-
son, sem það sagði.
Að höfundur ferðalýsingarinnar
var Norðmaður en hinir fslending-
ar, skiptir hér litlu máli. Því að
íslendingar eru eins og menn vita
að langmestu leyti frá Noregi ætt-
aðir, og íslenzka menningu og sögu
og siði jafnvel ennþá fremur þang-
að að rekja.
Frásögn Óttars varpar Ijósi sínu
einmitt þar sem er upphaf íslenzkr-
ar sögu. Og hefði Snorri Sturluson
þekkt hana, þá er ég ekki í vafa
um að hann hefði einnig sagt um
þá frásgn að hún væri „öll hin
merkilegasta“. Það má hafa hana
til þess að fræðast, ekki aðeins um
það sem hún segir hér, heldur einn-
ig, til samanburðar, um það sem
hún segir frá, heldur einnig, til sam-
anburðar, um það sem aðrir hafa