Úrval - 01.08.1967, Side 48
Fallöxin jéll, böðullinn tólc höfuð hennar og lyjti því upp,
mannjjöldinn veijaði höttum sínum og hrópaði: „Liji lýðveldið!“
Þannig lauk Madame du Barry ævi sinni, liin síðasta af hinum
valdamiklu og jrœgu ástmeyjum jrönslcu lconunganna ....
Lúðvík 15.
og
Madame ciu Barry
Eftir R. Stern.
Fallöxin var aS inna
af hendi sitt daglega
verk á Byltingartorginu
í París.
A höggpallinum gat að
iíta æpandi konu, sem barðist um á
hæli og hnakka. Parísarlýðurinn
hafði hópazt saman á þessu mikla,
opinbera torgi. Margs konar kenndir
blönduðust saman í hugum áhorf-
enda, forvitni, miskunnarleysi og
kvalalosti. Þeir stóðu þarna sem
bergnumdir af þessari sýn. Hávað-
inn var ekki svo mikill, að þeir, sem
næstir stóðu þessu hræðilega af-
tökutæki, gátu vel heyrt, hvað
fórnardýr þess æpti. Við hliðina á
fallöxinni sátu hinar frægu mis-
46
kunnarlausu fisksölukerlingar með
prjóna sína. Stjórn ógnanna var nú
í hámarki.
Konan, sem átti að fara að taka
af lífi, hafði misst alla stjórn á sér.
Þeir, sem urðu vitni að því, er henni
var ekið eftir Parísarborg í vagni
böðulsins, eru ekki á einu máli um,
hvernig hún hafi hegðað sér á leið-
inni. Sumir segja, að hún hafi hvað
eftir annað reynt að kasta sér úr
vagninum niður á gangstéttina og
aðstoðarmenn böðulsins hafi orðið
að halda henni niðri. Aðrir segja,
að hún hafi verið alveg mátt-
laus og þeir hafi orðið að halda
henni uppi, því að annars hefði
hún hnigið niður á vagngólfið.
ÚRVAL