Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 51
LÚÐVÍK 15. OG MADAME DU BARRY
49
málanum var því bara slegið föstu,
að hann væri greifi, þótt enginn
virtist hafa heyrt talað um hann
sem greiía fyrr en þá. Jeanne, sem
var enn undir lögaldri, var lýst
sem dóttur „Sieur Jean Jacques
Gomard de Vaubernier“, sem var
sag'ður hafa verið fyrsti eiginmað-
ur móður hennar.
Og þannig settist du Barry greif-
ynja í sinn „vafasama“ en mikils-
virta sess við hirðina. Ein þeirra,
sem vissi aidrei, hvað hún ætti að
halda um þessa ástmey konungs-
ins, var aumingja Marie litla Ant-
oinette frá Austurríki, sem komið
hafði verið með til Versala til þess
að gifta hana ríkiserfingjanum.
Lúðvík gaf Madame du Barry að
lífstíðareign óðalssetrið Louvecien-
nes við Signu skammt frá París. —
Hér fer á eftir lýsing á höll þessari,
eftir að henni hafði verið breytt af
þinum fræga arkitekt Gabriel:
„Á jarðhæðinni er anddyri eða
forsalur, 18 sinnum 20 fet að stærð.
Himinhátt loftið var skreytt loft-
rönd, sem var fínlega úthöggvin og
sýndi börn að leik. Þar fyrir innan
kemur borðsalurinn, prýddur fögr-
um, gömlum þiljum, sem skreyttar
eru myndum af sveitalífinu og veið-
um. Þar má sjá hrífur og hatta
uppskerufólksins, veiðilúðra og
skálabumbur, örvar og örvamæla,
allt tákn um sveitasæluna. í miðj-
um salnum er dýrðlegur reykháfur
með arni.
Viðhafnarsalurinn er skreyttur í
sama stíl. Hann er 24 fet á lengd
og 15 fet á hæð. Á honum eru tveir
stórir gluggar og einnig glerhurð,
sem liggur að breiðum þrepum út
í garðinn. Þiljurnar eru skréyttar í
sama stíl og í borðsalnum. Þar eru
fiðlur og hljóðpípur hjarðsveina,
sekkjapípur og gítarar, fönixfuglar
og páfuglar. Og þar sem veggir og
loft mætast, er breið rönd hringinn
í kring, skreytt myndum af konum
og börnum.
Á hæðinni fyrir ofan var svo
einkaíbúð Madame du Barry, og
sneri sú íbúð mót norðri, en sú,
sem sneri mót suðri, var einkaíbúð
konungs.
Út frá aðalbyggingunni var tals-
vert langur súlnasalur, og var hann
aðallega notaður sem eins konar
blómasalur og þar ræktuð appel-
sínutré meðal annars. Og við enda
hans var kapella.“
Þetta var alls ekki íburðarmikið,
miðað við þennan tíma, og í raun-
inni kostaði þetta Frakkland ekki
neinar stórar fjárhæðir, en í aug-
um nútímamanna virðist Madame
du Barry hafa lifað í óhófi og alls-
nægtum....
1 lok aprílmánaðar árið 1774 lá
konungur veikur í hinum konung-
lega svefnsal í konungshöllinni í
Versölum. Hann var nú orðinn 64
ára gamall. Hann var með höfuð-
verk og hita, og á næturnar hafði
hann óráð. Meðlimir læknadeildar-
innar söfnuðust saman umhverfis
rúm hans. Þeir vissu ekki, hvaða
sjúkdómur gengi að honum, og því
ákváðu þeir, að honum skyldi tek-
ið blóð.
Og það var gert, en það hafði
samt engin bætandi áhrif á líðan
hans. Þá komust þeir á þá skoðun,
að konungur hlyti að vera alvar-
L